Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 16:21 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir „Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna. Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Sjá meira
„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna.
Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Sjá meira