Einkafjármagn óskast Ellen María S. Bergsveinsdóttir skrifar 30. júní 2020 14:30 Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar