Innlent

Annað smit í at­vinnu­vega­ráðu­neytinu

Atli Ísleifsson skrifar
Sjávarútvegshúsið Skúlagötu 4
Sjávarútvegshúsið Skúlagötu 4 Vísir/Vilhelm

Annað kórónuveirusmit kom upp í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gær eftir skimun starfsfólks. Níu starfsmenn ráðuneytisins hafa verið sendir í úrvinnslusóttkví vegna þessa.

Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytsins, segir að á föstudaginn hafi starfsmaður ráðuneytisins greinst með smit, en báðir hinir smituðu störfuðu á sömu hæð.

Ásta Sigrún segir að ráðherrar ráðuneytisins – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Kristján Þór Júlíusson – þurfi ekki að fara í sóttkví, þar sem þeir hafi ekki verið í samskiptum við þá smituðu.

Ásta Sigrún segir að öllu starfsfólki hafi verið boðið að fara í skimun og hafi flestir þegið það boð. Hún vill ekkert segja til um hvaða starfsmann um ræðir þar sem þeir njóti persónuverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×