Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“ Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 11:03 Bjarni Benediktsson lagðist gegn frumvarpi Pírata í nótt. Vísir/Vilhelm Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira