Íslenski boltinn

Hjörvar botnaði ekkert í skiptingu Ólafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Ólafs töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Víkingum í gær.
Strákarnir hans Ólafs töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Víkingum í gær. vísir/daníel

Hjörvar Hafliðason skildi hvorki upp né niður í skiptingu sem Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, gerði í fyrri hálfleik gegn Víkingi í gær. FH-ingar töpuðu leiknum, 4-1.

Þegar miðvörðurinn Pétur Viðarsson fékk höfuðhögg eftir rúman hálftíma setti Ólafur Atla Guðnason inn á og færði Þóri Jóhann Helgason í stöðu miðvarðar. Þá var staðan 1-0, Víkingi í vil.

„Af hverju setti Óli ekki bara hafsent inn á. Af hverju var hann að reyna að vera sniðugur og setja Atla inn á og riðla öllu liðinu,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max-tilþrifunum í gær.

Hann sagði að Þórir væri ekki miðvörður og það sést vel, t.d. í öðru marki Víkings sem Davíð Örn Atlason skoraði.

„Það er í eðli varnarmanna að vilja verjast og lesa leikinn og ég held að Þórir sé enginn framtíðar miðvörður,“ sagði Hjörvar.

„Þessi skipting var algjört bull. Hann var með miðvörð á bekknum [Loga Hrafn Róbertsson] sem hann notaði í leiknum gegn Þrótti R. í bikarnum. Fyrst hann tók hann með í hópinn varð hann að nota hann.“

Guðmann Þórisson var ekki í leikmannahópi FH í gær vegna höfuðmeiðsla en að sögn Hjörvars ætti hann að vera klár fyrir næsta leik liðsins sem er gegn Breiðabliki 8. júlí.

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Hjörvar um skiptingu Ólafs

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×