Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:21 Fólk naut sín í blíðviðrinu í miðbænum í dag. Vísir/Villi Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira