Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. júní 2020 07:00 Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Fíkn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar