Innlent

Þurftu að snúa flugvél við vegna bilunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Snúa þurfti Þórunni hyrnu, flugvél Air Iceland Connect við skömmu eftir flugtak frá Reykjavík vegna bilunar.
Snúa þurfti Þórunni hyrnu, flugvél Air Iceland Connect við skömmu eftir flugtak frá Reykjavík vegna bilunar. Vísir/Vilhelm

Snúa þurfti Þórunni hyrnu, flugvél Air Iceland Connect við skömmu eftir flugtak frá Reykjavík vegna bilunar. Fljúga átti til Egilsstaða með um 60 farþega og fjóra í áhöfn. Sprunga hafði myndast í einni framrúðu flugvélarinnar. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir að engin hætta hafi verið á ferð.

Snúið hafi verið við af öryggisástæðum og allt hafi gengið sem skildi.

Flugvélinni var flogið af stað 8:50 í morgun og snúið við eftir um tuttugu mínútna flug, eða þegar henni hafði verið flogið rúman þriðjung leiðarinnar til Egilsstaða.

Sama áhöfnin notaði aðra flugvél til að flytja farþegana og var flogið af stað 10:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×