Skimunargjald á landamærunum lækkað Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 16:12 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundinum. Vísir/Vilhelm Áfram verður haldið með skimanir á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg virk smit frá því að skimanir á flugvellinum hófust. Frá og með 1. Júlí hefst gjaldtaka fyrir sýnatökur kjósi farþegar sem koma til landsins að forðast sóttkví. Stjórnvöld höfðu ákvarðað að farþegar sem komi til landsins skyldu greiða 15.000 krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum. Mörgum fannst verðið full hátt og töldu að það myndi fæla frá hugsanlega ferðamenn. Hafði ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures til dæmis tekið til þess ráðs að bjóða upp á að greiða skimunargjaldið fyrir viðskiptavini í formi afsláttar á pakkaferðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun. Frá og með 1. júlí mun því kosta 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. öNýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægra en ætlað var. Reglugerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Sagði forsætisráðherra að með því væri verið að hvetja farþega til þess að greiða fyrir fram. Gjaldtakan hafi þótt nauðsynleg til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir sýnatökunum, ýmis sjónarmið hafi heyrst en nauðsynlegt hafi verið að fylgja sjónarmiðum sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira
Áfram verður haldið með skimanir á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg virk smit frá því að skimanir á flugvellinum hófust. Frá og með 1. Júlí hefst gjaldtaka fyrir sýnatökur kjósi farþegar sem koma til landsins að forðast sóttkví. Stjórnvöld höfðu ákvarðað að farþegar sem komi til landsins skyldu greiða 15.000 krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum. Mörgum fannst verðið full hátt og töldu að það myndi fæla frá hugsanlega ferðamenn. Hafði ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures til dæmis tekið til þess ráðs að bjóða upp á að greiða skimunargjaldið fyrir viðskiptavini í formi afsláttar á pakkaferðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun. Frá og með 1. júlí mun því kosta 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. öNýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægra en ætlað var. Reglugerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Sagði forsætisráðherra að með því væri verið að hvetja farþega til þess að greiða fyrir fram. Gjaldtakan hafi þótt nauðsynleg til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir sýnatökunum, ýmis sjónarmið hafi heyrst en nauðsynlegt hafi verið að fylgja sjónarmiðum sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira