Stafrænn gagnagrunnur í vefnaði opnaður formlega á HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. júní 2020 16:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra opnar hér gagnagrunninn í vefnaði Aðsend mynd Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra opnaði á HönnunarMars nýjan stafrænan gagnagrunn í vefnaði. Gagnagrunnurinn er á vegum Textílmiðstöðvar Íslands, og fór formlega opnunin fram á sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð. „Verkefnið felur í sér skrásetningu og ljósmyndun frumgagna vefnaðarmunstra, uppskrifta og vefnaðarprufa sem varðveitt eru í Kvennaskólanum á Blönduós. Þessi stafrænu gögn eru nú orðin að gagnagrunni í vefnaði sem er aðgengilegur á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir verkefnastjóri verkefnisins í samtali við Vísi. Aðstoðarmenn hennar eru Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir og Cornelia Theimar Gardella. Verkefnið felur í sér skrásetningu og ljósmyndun frumgagna vefnaðarmunstra, uppskrifta og vefnaðarprufaAðsend mynd Á sýningu Textílmiðstöðvar má sjá stafrænan vefnað sem allur er unnin út frá munstrum í þessum gagnagrunni. „Textíl- og fatahönnun sprettur af gamalli og sterkri arfleifð á Íslandi sem stenst mjög vel alþjóðlega samkeppni. Ferðalag mitt um Hönnunarmars hófst að þessu sinni á sýningunni Hefðbundin munstur í starfrænni framtíð. Textílmiðstöð Íslands sinnir framsækinni alþjóðlegri starfsemi í rannsóknum og þróun á sviði textíliðnaðar svo eftir er tekið út fyrir landsteinana. Það er aðdáunarvert hvað við eigum framúrskarandi fatahönnuði og skartgripahönnuði á Íslandi,“ sagði Lilja Dögg í samtali við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Þar setti hún saman sína dagskrá fyrir HönnunarMars í ár undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars. „Hönnun og arkitektúr snerta öll svið samfélags og atvinnulífs. Áskoranir þjóða heims eru stærri en nokkru sinni og þarf hugvit og sköpunarkraft til að takast á við þær og þróa skapandi lausnir og tækifæri framtíðar. Í öllum því skapandi og öfluga fólki sem starfar við þessar greinar býr hugvit og kraftur sem mun skipta sköpum fyrir jákvæða framtíðarþróun samfélags og efnahagslífs á Íslandi. Hönnunarmars hefur í meira en áratug verið boðberi bjartari tíma og það á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Ég hlakka alltaf til hátíðarinnar og hvet alla til að mæta,“ sagði Lilja. Hennar dagskrá má finna á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Frá opnunarviðburðinum.Aðsend mynd Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð og Rannís verkefnið hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi er sýnt á Hönnunarmars 2020 að Hverfisgötu 82. ,,Að byggja stafræna textílbrú til framtíðar” eða ,,Bridging Textiles to the Digital Future" er rannsóknaverkefni Textílmiðstöðvar Íslands styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís. Sýningin er opnin alla helgina frá 12 til 17. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 26. júní 2020 10:00 Útlandastemning í borginni og Hafnartorg vaknaði til lífs Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. 25. júní 2020 22:00 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra opnaði á HönnunarMars nýjan stafrænan gagnagrunn í vefnaði. Gagnagrunnurinn er á vegum Textílmiðstöðvar Íslands, og fór formlega opnunin fram á sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð. „Verkefnið felur í sér skrásetningu og ljósmyndun frumgagna vefnaðarmunstra, uppskrifta og vefnaðarprufa sem varðveitt eru í Kvennaskólanum á Blönduós. Þessi stafrænu gögn eru nú orðin að gagnagrunni í vefnaði sem er aðgengilegur á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir verkefnastjóri verkefnisins í samtali við Vísi. Aðstoðarmenn hennar eru Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir og Cornelia Theimar Gardella. Verkefnið felur í sér skrásetningu og ljósmyndun frumgagna vefnaðarmunstra, uppskrifta og vefnaðarprufaAðsend mynd Á sýningu Textílmiðstöðvar má sjá stafrænan vefnað sem allur er unnin út frá munstrum í þessum gagnagrunni. „Textíl- og fatahönnun sprettur af gamalli og sterkri arfleifð á Íslandi sem stenst mjög vel alþjóðlega samkeppni. Ferðalag mitt um Hönnunarmars hófst að þessu sinni á sýningunni Hefðbundin munstur í starfrænni framtíð. Textílmiðstöð Íslands sinnir framsækinni alþjóðlegri starfsemi í rannsóknum og þróun á sviði textíliðnaðar svo eftir er tekið út fyrir landsteinana. Það er aðdáunarvert hvað við eigum framúrskarandi fatahönnuði og skartgripahönnuði á Íslandi,“ sagði Lilja Dögg í samtali við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Þar setti hún saman sína dagskrá fyrir HönnunarMars í ár undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars. „Hönnun og arkitektúr snerta öll svið samfélags og atvinnulífs. Áskoranir þjóða heims eru stærri en nokkru sinni og þarf hugvit og sköpunarkraft til að takast á við þær og þróa skapandi lausnir og tækifæri framtíðar. Í öllum því skapandi og öfluga fólki sem starfar við þessar greinar býr hugvit og kraftur sem mun skipta sköpum fyrir jákvæða framtíðarþróun samfélags og efnahagslífs á Íslandi. Hönnunarmars hefur í meira en áratug verið boðberi bjartari tíma og það á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Ég hlakka alltaf til hátíðarinnar og hvet alla til að mæta,“ sagði Lilja. Hennar dagskrá má finna á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Frá opnunarviðburðinum.Aðsend mynd Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð og Rannís verkefnið hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi er sýnt á Hönnunarmars 2020 að Hverfisgötu 82. ,,Að byggja stafræna textílbrú til framtíðar” eða ,,Bridging Textiles to the Digital Future" er rannsóknaverkefni Textílmiðstöðvar Íslands styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís. Sýningin er opnin alla helgina frá 12 til 17. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 26. júní 2020 10:00 Útlandastemning í borginni og Hafnartorg vaknaði til lífs Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. 25. júní 2020 22:00 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 26. júní 2020 10:00
Útlandastemning í borginni og Hafnartorg vaknaði til lífs Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. 25. júní 2020 22:00
Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00