Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir áfram eftir vítakeppni í Ólafsvík

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingur R. heldur áfram í bikarnum.
Víkingur R. heldur áfram í bikarnum. VÍSIR/DANÍEL

Bikarmeistarar Víkings R. lentu svo sannarlega í kröppum dansi gegn Víkingi Ó. í Ólafsvík í kvöld, í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Víkingur R. vann svo í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin fór í bráðabana áður en Viktor Örlygur Andrason tryggði Víkingum sigur með sjöttu spyrnu þeirra.

Gonzalo Zamorano hafði komið heimamönnum yfir á Ólafsvíkurvelli með marki rétt fyrir hálfleik í venjulegum leiktíma. Það var svo komið fram í uppbótartíma í seinni hálfleik þegar Helgi Guðjónsson náði að jafna metin fyrir gestina og því þurfti að framlengja. 

Þegar stutt var í hálfleik framlengingar átti sér stað umdeilt atvik þegar James Dale, leikmanni Víkings Ó., var vikið af velli með rautt spjald en það tók dómara leiksins drjúga stund að komast að þeirri niðurstöðu. Manni fleiri sóttu Reykjavíkurvíkingar mun meira en þeir skoruðu ekki og því tók vítaspyrnukeppni við eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×