Sérhagsmunir – nei takk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. júní 2020 15:15 Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér er því enn mikilvægara að hafa virkt eftirlit með samkeppni en í stærri löndum. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Óli Björn Kárason skrifaði grein í Morgunblaðið 24. júní þar sem hann mælir með breytingunum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi viljað veikja Samkeppniseftirlitið, eða eins og Óli Björn orðar það sjálfur í greininni: „Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum.“ Ýmis vafasöm atriði er þarna að finna jafnvel þó að breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar dragi lítillega úr skaðanum. Verði frumvapið að lögum mun það auðvelda samruna stórra fyrirtækja, þ.e.a.s. veltumörk tilkynningaskyldra samruna eiga að hækka verulega þannig að stórir samrunar verða ekki tilkynningaskyldir. Einnig er fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt svo dæmi séu tekin um breytingarnar. Efnahagur eftir COVID-19 Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það sé samið m.a. til að taka tillit til þess að miklar breytingar hafa orðið í íslensku efnahagslífi frá því samkeppnislögum var síðast breytt, árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir COVID-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að sporna gegn blokkamyndun í viðskiptalífinu. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir COVID-19. Það er því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismörkuðum. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að búa til einokunarfyrirtæki á mörkuðum. Slíkt gengur gegn hag almennings. Sterkara Samkeppniseftirlit Árið 2011 stóðum við í Samfylkingunni og Vg, sem þá vorum í ríkisstjórn, að styrkingu samkeppnislaga og til að skapa virka samkeppni. Þar lá til grundvallar skýr vilji til að gæta almannahagsmuna. Sjónarmiðið var einkum það að keppi fyrirtæki á markaði um viðskiptavini batna kjör almennings og atvinnulífið verður þróttmeira. Þannig skapast tekjur og skattar, sem síðan auðveldar að reka betra velferðarkerfi. Virk samkeppni er á hinn bóginn ekki sjálfgefin og stór fyrirtæki á hinum litla íslenska markaði hafa mikla hagsmuni af því að draga úr henni og þá ekki síst að draga úr eftirliti með samkeppnisreglum. Við styrkingu samkeppnislaganna 2011 mættum við mikilli andstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Sú sérhagsmunabarátta skilaði ekki árangri þar sem við og Vg stóðum saman í að efla nauðsynlegt eftirlit og aðhald gagnvart viðskiptalífinu. Þessir sömu aðilar vilja nú nýta stöðu sína til að veikja Samkeppniseftirlitið og nú með stuðningi Vg. Ekki verður annað séð en að möguleikar til að grípa til aðgerða gegn háttsemi fyrirtækja sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni „almenningi til tjóns“ verði stórlega veiktir, gangi frumvarpið eftir. Þar er einnig lagt til að dregið verði verulega úr eftirliti með því annars vegar að fyrirtækjum verður falið að meta hvort samráð þeirra raskar samkeppni og mun fleiri samrunar verði undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þá er það mikið áhyggjuefni að frumvarpið ber með sér þann anda að í stað þess að styrkja samkeppnislögin í samræmi við það sem verið hefur að gerast í Evrópu undanfarin ár er verið að veikja þau. Það er nefnilega algerlega rangt að frumvarpið, eins og það lítur út, jafnvel með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar, sé í samræmi við þróun samkeppnisreglna í Evrópu undanfarin ár. Þar hefur hugmyndafræðin byggst á því að styrkja lögin en ekki að veikja þau eins og hér. Það er því að mínu mati nauðsynlegt að allir, jafnt innan þings sem utan og þá einkum verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin, sem vilja gæta hagsmuna almennings, standi saman á ný og verjist þessari atlögu sérhagsmunanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér er því enn mikilvægara að hafa virkt eftirlit með samkeppni en í stærri löndum. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Óli Björn Kárason skrifaði grein í Morgunblaðið 24. júní þar sem hann mælir með breytingunum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi viljað veikja Samkeppniseftirlitið, eða eins og Óli Björn orðar það sjálfur í greininni: „Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum.“ Ýmis vafasöm atriði er þarna að finna jafnvel þó að breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar dragi lítillega úr skaðanum. Verði frumvapið að lögum mun það auðvelda samruna stórra fyrirtækja, þ.e.a.s. veltumörk tilkynningaskyldra samruna eiga að hækka verulega þannig að stórir samrunar verða ekki tilkynningaskyldir. Einnig er fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt svo dæmi séu tekin um breytingarnar. Efnahagur eftir COVID-19 Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það sé samið m.a. til að taka tillit til þess að miklar breytingar hafa orðið í íslensku efnahagslífi frá því samkeppnislögum var síðast breytt, árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir COVID-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að sporna gegn blokkamyndun í viðskiptalífinu. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir COVID-19. Það er því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismörkuðum. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að búa til einokunarfyrirtæki á mörkuðum. Slíkt gengur gegn hag almennings. Sterkara Samkeppniseftirlit Árið 2011 stóðum við í Samfylkingunni og Vg, sem þá vorum í ríkisstjórn, að styrkingu samkeppnislaga og til að skapa virka samkeppni. Þar lá til grundvallar skýr vilji til að gæta almannahagsmuna. Sjónarmiðið var einkum það að keppi fyrirtæki á markaði um viðskiptavini batna kjör almennings og atvinnulífið verður þróttmeira. Þannig skapast tekjur og skattar, sem síðan auðveldar að reka betra velferðarkerfi. Virk samkeppni er á hinn bóginn ekki sjálfgefin og stór fyrirtæki á hinum litla íslenska markaði hafa mikla hagsmuni af því að draga úr henni og þá ekki síst að draga úr eftirliti með samkeppnisreglum. Við styrkingu samkeppnislaganna 2011 mættum við mikilli andstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Sú sérhagsmunabarátta skilaði ekki árangri þar sem við og Vg stóðum saman í að efla nauðsynlegt eftirlit og aðhald gagnvart viðskiptalífinu. Þessir sömu aðilar vilja nú nýta stöðu sína til að veikja Samkeppniseftirlitið og nú með stuðningi Vg. Ekki verður annað séð en að möguleikar til að grípa til aðgerða gegn háttsemi fyrirtækja sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni „almenningi til tjóns“ verði stórlega veiktir, gangi frumvarpið eftir. Þar er einnig lagt til að dregið verði verulega úr eftirliti með því annars vegar að fyrirtækjum verður falið að meta hvort samráð þeirra raskar samkeppni og mun fleiri samrunar verði undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þá er það mikið áhyggjuefni að frumvarpið ber með sér þann anda að í stað þess að styrkja samkeppnislögin í samræmi við það sem verið hefur að gerast í Evrópu undanfarin ár er verið að veikja þau. Það er nefnilega algerlega rangt að frumvarpið, eins og það lítur út, jafnvel með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar, sé í samræmi við þróun samkeppnisreglna í Evrópu undanfarin ár. Þar hefur hugmyndafræðin byggst á því að styrkja lögin en ekki að veikja þau eins og hér. Það er því að mínu mati nauðsynlegt að allir, jafnt innan þings sem utan og þá einkum verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin, sem vilja gæta hagsmuna almennings, standi saman á ný og verjist þessari atlögu sérhagsmunanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun