Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2020 16:00 Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo settu upp fallegt gróðurhús í garðinum sínum fyrir HönnunarMars í ár. Vísir/Vilhelm Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár. Línan Circle frá Reykjavík Trading Co. er unnin í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði nálægt heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. Hjónin hafa safnað saman, hannað og gert tilraunir með nýjar vörur og nýtt til þess matarafganga sem fá þar með annað líf við matarborðið. „Línan sem við sýnum byggist á endurnýtingu en við vildum skoða hvaða matarafganga við gætum nýtt frá nærliggjandi veitingastöðum til þess að lita textíl og blanda við leir í keramikvinnslu. Línan einkennist af jarðlitum í ýmsum tónum en við lögðust einnig í miklar munstur pælingar og útkoman er einskonar óður okkar til eyðimerkunnar,“ segir Ýr í samtali við Vísi. Heimilislína hjónanna kallast Circle en á borðinu má sjá nokkrar vörur.Vísir/Vilhelm Í garðinum heima „Sýningin er staðsett í The Shed sem er stúdíó sem við starfrækjum í bakgarðinum okkar en við erum einnig að frumsýna gróðurhús sem við byggðum sérstaklega fyrir sýninguna og munu vörurnar sem við unnum verða til sýnis á báðum stöðum. Gróðurhúsið er nýjasta viðbótin okkar en við fengum menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ sem hjálpaði verkefninu af stað. Maí mánuður fór að mestu leyti í setja upp húsið og velja í það plöntur og tré. Húsið er sérhannað í Belgíu en við fengum það í gegnum fyrirtæki sem heitir BK Hönnun. Gróðurhúsið er í raun framlenging af The Shed og þar má halda alls kyns viðburði, námskeið og hittinga. Fólki er velkomið að setja sig í samband við okkur ef það vill gera eitthvað í gróðurhúsinu, við höfum til dæmis heyrt frá jógakennara sem er að pæla í að vera með hugleiðslu eða einkatíma í jóga og svo hafa nokkrir gönguhópar viljað koma og hittast að göngu lokinni og fá sér kaffi og með því. Það er líka gaman að segja frá því að nánast öll tré og plöntur sem við erum með koma frá yndislegu gróðrastöðinni Þöll og við mælum alltaf með að fólk kíki þangað ef það er í garða eða gróður hugleiðingum nú eða bara til þess að labba um fallega skóginn sem er þar í kring.“ Sýning hjónanna opnar laugardaginn 27. júní í garðinum þeirra að Suðurgötu 8 í Hafnarfirði og opnunarhófið stendur frá 14:00 til 16:00. „Opnunarhófið er opið öllum og við vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta. Sýningin stendur svo eitthvað aðeins áfram út vikuna en það má alltaf hafa samband og koma í heimsókn og setjast niður í kaffi með okkur. Best er að hafa samband á Instagram eða Facebook.“ Lína hönnuðanna nefnist Circle og vísar nafnið til þess að þau eru að fara í ákveðinn hring með hráefnið sem þau fengu. „Matarafgangar sem hefðu endað beint í ruslinu enda nú aftur við matarborðið í nýju hlutverki og sem skrautmunir fyrir heimilið. Við erum líka að vinna í ákveðnum radíus út frá heimili okkar og það er önnur skírskotun í nafnið circle, við vildum vinna í nærumhverfi okkar og leggja áherslu á samfélagið sem er hér í kringum okkur. Við notum hringformið einnig mikið í munsturgerðinni sem er einnig vísun í nafnið.“ Hjónin breyttu bílskúrnum á lóðinni hjá sér í fallegt stúdíó og vinnustofu.Vísir/Vilhelm Færðu eyðimörkina til Hafnarfjarðar Innblásturinn kemur frá eyðimörkinni í Kaliforníu en Anthony var búsettur þar áður en hann féll fyrir Íslandi og ákvað að flytja hingað. „Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar þaðan og reynum að ferðast þangað árlega. Í ár var það auðvitað ekki hægt og því ákváðum við að færa eyðimörkina bara til okkar í staðinn. Í eyðimörkinni okkar má sjá ýmsa tóna af brúnum og gulum og jafnvel bleikum, sólin er áberandi í allri munsturgerð sem og litlar eyðimerkurplöntur. Kúrekavestrar voru einnig ákveðinn innblástur og svo skoðuðum við allskonar munstur og form sem við fundum í gömlum teikningum af tótemsúlum. Við vorum einnig undir áhrifum frá hönnuðum eins og Alexander Girard, sem við höfum miklar mætur á, og þá sérstaklega þegar við bjuggum til tótemsúluna okkar.“ Textíllinn er í persónulegu uppáhaldi hjá Ýr í þessari nýju línu. „Það er svo gaman að sjá litatónana sem við náðum að kalla fram í jurtalituninni. Við gátum bara litað eitt stykki í einu og því er hver einasta vara algjörlega einstök. Við erum að leika okkur með allskyns form og liti í munsturgerðinni og það er gaman að sjá afraksturinn á efninu sjálfu. Textílvörurnar verður hægt að kaupa í The Shed og á heimasíðunni okkar www.reykjaviktrading.com en þær koma í takmörkuðu upplagi.“ Keramiklistamaðurinn Þóra Breiðfjörð vann keramikið með hönnuðunum. „Hún er nágranni okkar og býr í götunni fyrir ofan okkur. Þóra er mjög klár keramikhönnuður og við vorum heppin að hún var til í að taka þátt í þessu með okkur. Við prófuðum meðal annars að blanda kaffikorg og rauðrófum út í leirinn og glerunginn og úr varð skemmtileg tilraunastarfsemi, sumt gekk upp en annað ekki. Leirinn er svo lifandi efni og margt sem spilar inn í lokaútkomuna en við höldum áfram að þróa keramikið eftir að HönnunarMars lýkur.“ Ýr og Anthony fengu styrk frá Hafnarfjarðarbæ fyrir skúrnum, sem margir bæjarbúar munu eflaust heimsækja. Tveggja mánaða prófanir Einnig unnu þau með veitingastöðum í Hafnarfirði fyrir þessa sýningu. „Við unnum með nokkrum stöðum sem allir eru staðsettir nágrenni okkar en við fengum avocado afganga frá kaffihúsinu Norðurbakkanum, laukhýði og rauðrófur frá VON mathús og kaffikorg frá kaffihúsinu Pallett. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn og hjálpina við verkefnið.“ Ýr og Anthony segja að undirbúningurinn fyrir HönnunarMars hafi gengið mjög vel. „Við byrjuðum á fullu í janúar og fengum þá fyrstu skammtana okkar af matarafgöngum til að vinna með. Við tókum fyrstu tvo mánuði ársins í að prófa okkur áfram með litunina sem er afar tímafrek og í raun og veru langt ferli, það þarf að meðhöndla efnið á ákveðinn hátt áður en hægt er að lita það og það skipti mig miklu máli að þetta væri allt rétt gert svo að liturinn haldist í efninu. Náttúrulegir litir dofna með tímanum en við höfum gert allt sem hægt er til þess að þeir haldist sem lengst. Samhliða jurtalituninni gerðum við tilraunir með keramikið sem tekur einnig sinn tíma og sérstaklega þegar verið er að prófa nýjar aðferðir. Verkefnið fór í smá stopp á meðan samkomubanninu stóð, það var auðvitað ekki hægt að hittast og vinna saman og þar sem kaffihús og veitingastaðir voru lokaðir var enga matarafganga að fá. Við nýttum tímann til að vinna áfram með munstrin okkar og ég gerði ótalmargar skissur á þessu tímabili. Þegar ég lít til baka á teikningarnar sem við gerðum í febrúar og svo á endanlega útkomu er ég mjög ánægð með að hafa fengið þessar vikur og mánuði til að melta hlutina aðeins og þróa munstrin áfram,“ útskýrir Ýr. View this post on Instagram We re proud to introduce to you our new collection of homeware & linens for @designmarch Circle takes food waste from local restaurants & cafes in our town & gives it new life bringing it back to the dinner table & home. We experimented with ceramics, naturally dyed linens & Icelandic wool, with more pieces coming throughout summer- Our opening gathering will be on Saturday from 2-4 in @shedhomesupply along with food & drinks in our new greenhouse we custom built for the event & future communal gatherings. A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Jun 25, 2020 at 4:59am PDT Ævintýraheimur „Covid hefur haft talsverð áhrif á okkar rekstur, þó nokkuð af verkefnum sem við vorum að byrja vinna í voru sett á ís og við áttum von á heimsóknum frá erlendum blaðamönnum sem gátu svo ekki komið til landsins. Við erum sem betur fer með vefverslun og þar gat fólk pantað flestar af vörunum okkar sem við keyrðum svo út eða buðum fólki að koma og sækja ef það vildi frekar gera það. Samkomubannið var að mörgu leyti mjög skrýtinn tími og persónulega fannst mér oft erfitt að finna innblástur og vinna áfram með HönnunarMars verkefnið. Við nýttum þennan tíma einnig til að vinna í garðinum en markmið okkar er að skapa ákveðinn ævintýraheim í kringum okkur og við viljum að heimsókn í The Shed sé upplifun sem ekki er hægt að fá annarsstaðar á Íslandi.“ Áhugasamir geta fylgst með hönnuðunum á samfélagsmiðlum: Instagram: @rvktradingco @shedhomesupply @mono1984 Facebook: R.T.Co. The Shed HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Hafnarfjörður HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur tvö HönnunarMars fer fram um helgina, dagana 24. til 28. júní. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og sömuleiðis er þar að finna gagnvirkt kort sem hægt er að nýta sér til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar. 25. júní 2020 11:41 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár. Línan Circle frá Reykjavík Trading Co. er unnin í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði nálægt heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. Hjónin hafa safnað saman, hannað og gert tilraunir með nýjar vörur og nýtt til þess matarafganga sem fá þar með annað líf við matarborðið. „Línan sem við sýnum byggist á endurnýtingu en við vildum skoða hvaða matarafganga við gætum nýtt frá nærliggjandi veitingastöðum til þess að lita textíl og blanda við leir í keramikvinnslu. Línan einkennist af jarðlitum í ýmsum tónum en við lögðust einnig í miklar munstur pælingar og útkoman er einskonar óður okkar til eyðimerkunnar,“ segir Ýr í samtali við Vísi. Heimilislína hjónanna kallast Circle en á borðinu má sjá nokkrar vörur.Vísir/Vilhelm Í garðinum heima „Sýningin er staðsett í The Shed sem er stúdíó sem við starfrækjum í bakgarðinum okkar en við erum einnig að frumsýna gróðurhús sem við byggðum sérstaklega fyrir sýninguna og munu vörurnar sem við unnum verða til sýnis á báðum stöðum. Gróðurhúsið er nýjasta viðbótin okkar en við fengum menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ sem hjálpaði verkefninu af stað. Maí mánuður fór að mestu leyti í setja upp húsið og velja í það plöntur og tré. Húsið er sérhannað í Belgíu en við fengum það í gegnum fyrirtæki sem heitir BK Hönnun. Gróðurhúsið er í raun framlenging af The Shed og þar má halda alls kyns viðburði, námskeið og hittinga. Fólki er velkomið að setja sig í samband við okkur ef það vill gera eitthvað í gróðurhúsinu, við höfum til dæmis heyrt frá jógakennara sem er að pæla í að vera með hugleiðslu eða einkatíma í jóga og svo hafa nokkrir gönguhópar viljað koma og hittast að göngu lokinni og fá sér kaffi og með því. Það er líka gaman að segja frá því að nánast öll tré og plöntur sem við erum með koma frá yndislegu gróðrastöðinni Þöll og við mælum alltaf með að fólk kíki þangað ef það er í garða eða gróður hugleiðingum nú eða bara til þess að labba um fallega skóginn sem er þar í kring.“ Sýning hjónanna opnar laugardaginn 27. júní í garðinum þeirra að Suðurgötu 8 í Hafnarfirði og opnunarhófið stendur frá 14:00 til 16:00. „Opnunarhófið er opið öllum og við vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta. Sýningin stendur svo eitthvað aðeins áfram út vikuna en það má alltaf hafa samband og koma í heimsókn og setjast niður í kaffi með okkur. Best er að hafa samband á Instagram eða Facebook.“ Lína hönnuðanna nefnist Circle og vísar nafnið til þess að þau eru að fara í ákveðinn hring með hráefnið sem þau fengu. „Matarafgangar sem hefðu endað beint í ruslinu enda nú aftur við matarborðið í nýju hlutverki og sem skrautmunir fyrir heimilið. Við erum líka að vinna í ákveðnum radíus út frá heimili okkar og það er önnur skírskotun í nafnið circle, við vildum vinna í nærumhverfi okkar og leggja áherslu á samfélagið sem er hér í kringum okkur. Við notum hringformið einnig mikið í munsturgerðinni sem er einnig vísun í nafnið.“ Hjónin breyttu bílskúrnum á lóðinni hjá sér í fallegt stúdíó og vinnustofu.Vísir/Vilhelm Færðu eyðimörkina til Hafnarfjarðar Innblásturinn kemur frá eyðimörkinni í Kaliforníu en Anthony var búsettur þar áður en hann féll fyrir Íslandi og ákvað að flytja hingað. „Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar þaðan og reynum að ferðast þangað árlega. Í ár var það auðvitað ekki hægt og því ákváðum við að færa eyðimörkina bara til okkar í staðinn. Í eyðimörkinni okkar má sjá ýmsa tóna af brúnum og gulum og jafnvel bleikum, sólin er áberandi í allri munsturgerð sem og litlar eyðimerkurplöntur. Kúrekavestrar voru einnig ákveðinn innblástur og svo skoðuðum við allskonar munstur og form sem við fundum í gömlum teikningum af tótemsúlum. Við vorum einnig undir áhrifum frá hönnuðum eins og Alexander Girard, sem við höfum miklar mætur á, og þá sérstaklega þegar við bjuggum til tótemsúluna okkar.“ Textíllinn er í persónulegu uppáhaldi hjá Ýr í þessari nýju línu. „Það er svo gaman að sjá litatónana sem við náðum að kalla fram í jurtalituninni. Við gátum bara litað eitt stykki í einu og því er hver einasta vara algjörlega einstök. Við erum að leika okkur með allskyns form og liti í munsturgerðinni og það er gaman að sjá afraksturinn á efninu sjálfu. Textílvörurnar verður hægt að kaupa í The Shed og á heimasíðunni okkar www.reykjaviktrading.com en þær koma í takmörkuðu upplagi.“ Keramiklistamaðurinn Þóra Breiðfjörð vann keramikið með hönnuðunum. „Hún er nágranni okkar og býr í götunni fyrir ofan okkur. Þóra er mjög klár keramikhönnuður og við vorum heppin að hún var til í að taka þátt í þessu með okkur. Við prófuðum meðal annars að blanda kaffikorg og rauðrófum út í leirinn og glerunginn og úr varð skemmtileg tilraunastarfsemi, sumt gekk upp en annað ekki. Leirinn er svo lifandi efni og margt sem spilar inn í lokaútkomuna en við höldum áfram að þróa keramikið eftir að HönnunarMars lýkur.“ Ýr og Anthony fengu styrk frá Hafnarfjarðarbæ fyrir skúrnum, sem margir bæjarbúar munu eflaust heimsækja. Tveggja mánaða prófanir Einnig unnu þau með veitingastöðum í Hafnarfirði fyrir þessa sýningu. „Við unnum með nokkrum stöðum sem allir eru staðsettir nágrenni okkar en við fengum avocado afganga frá kaffihúsinu Norðurbakkanum, laukhýði og rauðrófur frá VON mathús og kaffikorg frá kaffihúsinu Pallett. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn og hjálpina við verkefnið.“ Ýr og Anthony segja að undirbúningurinn fyrir HönnunarMars hafi gengið mjög vel. „Við byrjuðum á fullu í janúar og fengum þá fyrstu skammtana okkar af matarafgöngum til að vinna með. Við tókum fyrstu tvo mánuði ársins í að prófa okkur áfram með litunina sem er afar tímafrek og í raun og veru langt ferli, það þarf að meðhöndla efnið á ákveðinn hátt áður en hægt er að lita það og það skipti mig miklu máli að þetta væri allt rétt gert svo að liturinn haldist í efninu. Náttúrulegir litir dofna með tímanum en við höfum gert allt sem hægt er til þess að þeir haldist sem lengst. Samhliða jurtalituninni gerðum við tilraunir með keramikið sem tekur einnig sinn tíma og sérstaklega þegar verið er að prófa nýjar aðferðir. Verkefnið fór í smá stopp á meðan samkomubanninu stóð, það var auðvitað ekki hægt að hittast og vinna saman og þar sem kaffihús og veitingastaðir voru lokaðir var enga matarafganga að fá. Við nýttum tímann til að vinna áfram með munstrin okkar og ég gerði ótalmargar skissur á þessu tímabili. Þegar ég lít til baka á teikningarnar sem við gerðum í febrúar og svo á endanlega útkomu er ég mjög ánægð með að hafa fengið þessar vikur og mánuði til að melta hlutina aðeins og þróa munstrin áfram,“ útskýrir Ýr. View this post on Instagram We re proud to introduce to you our new collection of homeware & linens for @designmarch Circle takes food waste from local restaurants & cafes in our town & gives it new life bringing it back to the dinner table & home. We experimented with ceramics, naturally dyed linens & Icelandic wool, with more pieces coming throughout summer- Our opening gathering will be on Saturday from 2-4 in @shedhomesupply along with food & drinks in our new greenhouse we custom built for the event & future communal gatherings. A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Jun 25, 2020 at 4:59am PDT Ævintýraheimur „Covid hefur haft talsverð áhrif á okkar rekstur, þó nokkuð af verkefnum sem við vorum að byrja vinna í voru sett á ís og við áttum von á heimsóknum frá erlendum blaðamönnum sem gátu svo ekki komið til landsins. Við erum sem betur fer með vefverslun og þar gat fólk pantað flestar af vörunum okkar sem við keyrðum svo út eða buðum fólki að koma og sækja ef það vildi frekar gera það. Samkomubannið var að mörgu leyti mjög skrýtinn tími og persónulega fannst mér oft erfitt að finna innblástur og vinna áfram með HönnunarMars verkefnið. Við nýttum þennan tíma einnig til að vinna í garðinum en markmið okkar er að skapa ákveðinn ævintýraheim í kringum okkur og við viljum að heimsókn í The Shed sé upplifun sem ekki er hægt að fá annarsstaðar á Íslandi.“ Áhugasamir geta fylgst með hönnuðunum á samfélagsmiðlum: Instagram: @rvktradingco @shedhomesupply @mono1984 Facebook: R.T.Co. The Shed HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Hafnarfjörður HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur tvö HönnunarMars fer fram um helgina, dagana 24. til 28. júní. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og sömuleiðis er þar að finna gagnvirkt kort sem hægt er að nýta sér til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar. 25. júní 2020 11:41 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Dagskrá HönnunarMars: Dagur tvö HönnunarMars fer fram um helgina, dagana 24. til 28. júní. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og sömuleiðis er þar að finna gagnvirkt kort sem hægt er að nýta sér til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar. 25. júní 2020 11:41