Spenntir fyrir bikarslagnum á Seltjarnarnesi: „Ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 12:30 Höttur/Huginn mæta Gróttu í kvöld og það er spenningur í leikmannahópnum. mynd/höttur-huginn 3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“ Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“
Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira