Spenntir fyrir bikarslagnum á Seltjarnarnesi: „Ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 12:30 Höttur/Huginn mæta Gróttu í kvöld og það er spenningur í leikmannahópnum. mynd/höttur-huginn 3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“ Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“
Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira