Íslenski boltinn

Segist ekki hafa séð „tiki taka“ fót­bolta Víkings: „Ég fæ þessar 90 mínútur aldrei aftur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga en Tómas Ingi gaf lítið fyrir afsakanir hans í leikslok.
Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga en Tómas Ingi gaf lítið fyrir afsakanir hans í leikslok. vísir/daníel þór

Tómas Ingi Tómasson, einn af sparkspekingum Pepsi Max-stúkunnar, segist ekki hafa hrifist af fótboltanum í leik KA og Víkings um helgina en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Liðin mættust fyrir norðan á laugardaginn og má segja að leikurinn hafi verið ansi tíðindalítill. Lítið markvert gerðist í leiknum og Tómas Ingi sér eftir þeim mínútum sem hann eyddi í þennan leik.

„Fyrsta sem ég hugsaði eftir þennan leik: Þessar 90 mínútur fæ ég aldrei aftur. Og þær voru bara þannig. Þetta var leiðinlegur leikur. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður getur tekið út úr leikjum þegar maður er að horfa en það var rosalega lítið að gerast,“ sagði Tómas Ingi.

Víkingar höfðu talað sig upp í toppbaráttuna fyrir mótið en þeir hafa verið að spila skemmtilegan fótbolta. Tómas Ingi sá hann ekki í þessum leik.

„Tempóið var lítið. Á fyrstu fimm mínútunum held ég að boltinn hafi gengið svona 60 sinnum á milli liða. Það hélt enginn í boltann og þetta tiki-taka Víkingslið, ég á eftir að sjá það.“

Hluta af umræðunni um leikinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik KA og Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×