Íslenski boltinn

Hljóp næstum því þrettán kíló­­metra gegn KA og tók 48 spretti en var þó ekki hraðastur á vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Eðvald var allt í öllu í leik Víkinga á Akureyri.
Ágúst Eðvald var allt í öllu í leik Víkinga á Akureyri. Vísir/Daníel Þór

Pepsi Max-stúkan var í fyrsta sinn með hlaupatölur eftir fyrstu umferðina en þá voru það tölur úr leik Vals og KR sem voru til umfjöllunar í þættinum. Eftir aðra umferðina voru birtar tölur úr leik KA og Víkings.

Sá sem hljóp lengst á vellinum var Ágúst Eðvalds Hlynsson en hann hljóp tæplegan þrettán kílómetra, nánar tiltekið 12,29 kílómetra. Næstur var það Bjarni Aðalsteinsson í liði KA með 11,28 kílómetra.

Ágúst Eðvald var ekki bara sá sem hljóp lengst heldur tók hann lengstu sprettina. Hann spretti samtals 1574 metra í leiknum, rúmlega 500 metrum lengra en næsti maður enda átti hann flestu spretti vallarins, eða 48 talsins.

Samherji Ágústar var þó hraðastur á vellinum en hann hljóp hraðast 32,36 km/klst. Nikolaj Hansen var næst hraðastur á 32,07 km/klst og Ásgeir Sigurgeirsson, KA-maður, kom þriðji með 31,94 km/klst.

„Þessar tölur eru mjög skemmtilegar að rýna í þær. Það er spurning með Ágúst; hann hleypur rosalega mikið en er það alltaf það sem skiptir máli?“ sagði Tómas Ingi Tómasson, annar spekingur þáttarins. Sigurvin Ólafsson tók í svipaðan streng.

„Þetta er frábært test fyrir Arnar Gunnlaugsson. Hann er þarna með mann sem getur hlaupið endalaust og tekið 50 spretti í leik en nú þarf hann að slípa hvert hann hleypur því miðað við leikinn sem við vorum að horfa á þá var hann ekkert rosalega áberandi í þessum leik.“

Alla umræðuna um tölurnar og Ágúst Eðvald má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Hlaupatölur úr KA - Víkingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×