Segir tilefni til að ákæra Barr fyrir embættisbrot en telur það tímasóun Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 11:51 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ákæra ætti William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir embættisbrot. Jerry Nadler, segir þó að það verði ekki gert þar sem það þjóni ekki neinum tilgangi þar sem Repúblikanar í öldungadeildinni myndu fá að segja til um hvort að Barr yrði vikið úr embætti eða ekki. Nadler sagði í gær að það væri fullt tilefni til að ákæra Barr, eins og það hafi verið tilefni til að ákæra Trump. Það væri þó tímasóun á þessum tímapunkti og gagnrýndi hann Repúblikana á öldungadeildinni harðlega fyrir að sýkna Trump á sínum tíma. Nadler var að tjá sig um Barr vegna ákvörðunar ráðherrans um að vísa alríkissaksóknaranum Geoffrey Berman og þeirri undarlegu fléttu sem hefur einkennt það mál. Berman stýrði teymi saksóknarar sem hafa komið að mörgum umdeildum málum sem snúa að forsetanum. Þeir stóðu fyrir rannsókninni gegn Michael Cohen, einkalögmanni Trump til margra ára, og sakfellingu hans. Saksóknarar Berman hafa einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi einkalögmann Trump og mikinn bandamann hans, og umdeilt tyrkneskt fyrirtæki. Geoffrey S. Berman. Honum var vikið úr starfi sem alríkissaksóknari um helgina.AP/Kevin Hagen Engin ástæða gefin Barr gaf enga ástæðu fyrir því af hverju verið Berman væri að fara. Í fyrstu tilkynningu Barr, sem hann sendi út seint á föstudaginn, sagði hann Bermann hafa sagt upp en sú yfirlýsing kom saksóknaranum sjálfum á óvart. Berman, sem er Repúblikani, styrkti framboð Trump og var skipaður í embætti af forsetanum eftir að hafa farið í viðtal hjá honum, lýsti því yfir að hann myndi ekki fara úr starfi sínu, heldur sinna því áfram þar til búið væri að velja staðgengil hans. Hann mætti til vinnu á laugardaginn og sagðist ætla að vinna vinnu sína áfram. Eftir frekari deilur samþykkti Berman að hætta á laugardaginn, gegn tryggingu um að rannsóknir sem beinast að bandamönnum Trump yrðu ekki stöðvaðar. Næstráðandi Berman tók við stöðu hans þar til eftirmaður hans verður staðfestur af öldungadeildinni. Hvíta húsið hefur tilkynnt að Jay Clayton, formaður verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna verði tilnefndur í starfið. Hann hefur áður starfað sem lögmaður fjármálafyrirtækja og hefur enga reynslu sem saksóknari. Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, hefur þó samkvæmt AP fréttaveitunni, gefið í skyn að hann muni ekki hleypa tilnefningunni úr nefnd, án þess að öldungadeildarþingmenn New York, demókratarnir Chuck Schumer og Kirsten Gillibrand, samþykki það. Schumer hefur þegar sagt að brottrekstur Berman angi af spillingu og Gillibrand segist ekki ætla að vera viðloðin brottrekstur saksóknara sem barist hefur gegn spillingu. Bæði hafa þau kallað eftir því að Clayton dragi sig til hliðar. Ítrekuð inngrip í réttarkerfið Demókratar og ýmsir aðrir hafa lengi sakað Barr um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur eins og einkalögmaður Trump. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að setja hag Trump ofar hagi Bandaríkjanna og hefur margsinnis gripið inn í réttarkerfið frá því hann tók við embættinu af Jeff Sessions, sem Trump rak fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Þá var Barr harðlega gagnrýndur þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti niðurstöður sínar. Barr sagði fyrst ósatt frá niðurstöðununum og hefur síðan komið í veg fyrir að þær hafi verið opinberaðar að fullu. Trump lofaði Erdogan að stöðva rannsókn Ein ástæða þess að brottrekstur Berman er umdeildur er að saksóknarar hans höfðu Halkbank, banka í eigu tyrkneska ríkisins til rannsóknar fyrir bankasvik, peningaþvætti og fyrir að brjóta gegn viðskiptaþvingunum gegn Íran. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, skrifaði í nýútgefna bók sína um starf sitt í Hvíta húsinu að Trump hefði heitir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, að stöðva rannsóknina gegn Halkbank. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ákæra ætti William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir embættisbrot. Jerry Nadler, segir þó að það verði ekki gert þar sem það þjóni ekki neinum tilgangi þar sem Repúblikanar í öldungadeildinni myndu fá að segja til um hvort að Barr yrði vikið úr embætti eða ekki. Nadler sagði í gær að það væri fullt tilefni til að ákæra Barr, eins og það hafi verið tilefni til að ákæra Trump. Það væri þó tímasóun á þessum tímapunkti og gagnrýndi hann Repúblikana á öldungadeildinni harðlega fyrir að sýkna Trump á sínum tíma. Nadler var að tjá sig um Barr vegna ákvörðunar ráðherrans um að vísa alríkissaksóknaranum Geoffrey Berman og þeirri undarlegu fléttu sem hefur einkennt það mál. Berman stýrði teymi saksóknarar sem hafa komið að mörgum umdeildum málum sem snúa að forsetanum. Þeir stóðu fyrir rannsókninni gegn Michael Cohen, einkalögmanni Trump til margra ára, og sakfellingu hans. Saksóknarar Berman hafa einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi einkalögmann Trump og mikinn bandamann hans, og umdeilt tyrkneskt fyrirtæki. Geoffrey S. Berman. Honum var vikið úr starfi sem alríkissaksóknari um helgina.AP/Kevin Hagen Engin ástæða gefin Barr gaf enga ástæðu fyrir því af hverju verið Berman væri að fara. Í fyrstu tilkynningu Barr, sem hann sendi út seint á föstudaginn, sagði hann Bermann hafa sagt upp en sú yfirlýsing kom saksóknaranum sjálfum á óvart. Berman, sem er Repúblikani, styrkti framboð Trump og var skipaður í embætti af forsetanum eftir að hafa farið í viðtal hjá honum, lýsti því yfir að hann myndi ekki fara úr starfi sínu, heldur sinna því áfram þar til búið væri að velja staðgengil hans. Hann mætti til vinnu á laugardaginn og sagðist ætla að vinna vinnu sína áfram. Eftir frekari deilur samþykkti Berman að hætta á laugardaginn, gegn tryggingu um að rannsóknir sem beinast að bandamönnum Trump yrðu ekki stöðvaðar. Næstráðandi Berman tók við stöðu hans þar til eftirmaður hans verður staðfestur af öldungadeildinni. Hvíta húsið hefur tilkynnt að Jay Clayton, formaður verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna verði tilnefndur í starfið. Hann hefur áður starfað sem lögmaður fjármálafyrirtækja og hefur enga reynslu sem saksóknari. Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, hefur þó samkvæmt AP fréttaveitunni, gefið í skyn að hann muni ekki hleypa tilnefningunni úr nefnd, án þess að öldungadeildarþingmenn New York, demókratarnir Chuck Schumer og Kirsten Gillibrand, samþykki það. Schumer hefur þegar sagt að brottrekstur Berman angi af spillingu og Gillibrand segist ekki ætla að vera viðloðin brottrekstur saksóknara sem barist hefur gegn spillingu. Bæði hafa þau kallað eftir því að Clayton dragi sig til hliðar. Ítrekuð inngrip í réttarkerfið Demókratar og ýmsir aðrir hafa lengi sakað Barr um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur eins og einkalögmaður Trump. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að setja hag Trump ofar hagi Bandaríkjanna og hefur margsinnis gripið inn í réttarkerfið frá því hann tók við embættinu af Jeff Sessions, sem Trump rak fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Þá var Barr harðlega gagnrýndur þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti niðurstöður sínar. Barr sagði fyrst ósatt frá niðurstöðununum og hefur síðan komið í veg fyrir að þær hafi verið opinberaðar að fullu. Trump lofaði Erdogan að stöðva rannsókn Ein ástæða þess að brottrekstur Berman er umdeildur er að saksóknarar hans höfðu Halkbank, banka í eigu tyrkneska ríkisins til rannsóknar fyrir bankasvik, peningaþvætti og fyrir að brjóta gegn viðskiptaþvingunum gegn Íran. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, skrifaði í nýútgefna bók sína um starf sitt í Hvíta húsinu að Trump hefði heitir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, að stöðva rannsóknina gegn Halkbank.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13
Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58