Verði af verkfalli er ekki unnt að manna alla skimunarbása á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 19:46 Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar. Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar.
Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira