Framlag upp á 40 milljónir til keppnismatreiðslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 15:38 Frá vinstri: Friðgeir Ingi Eiríksson, hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari kokkalandsliðsins og Andreas Jacobsen hjá Klúbbi matreiðslumanna. Golli Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumeistara og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefni. Í tilkynningunni er haft eftir Kristjáni Þór að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í því að kynna gæði íslensk hráefnis á erlendri grundu, og þeir hafi verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. „Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun.“ Þá er haft eftir Friðgeiri Inga Eiríkssyni, formanni Bocuse d´Or Akademíunnar, að um sé að ræða stóran áfanga fyrir íslenska keppnismatreiðslu sem komi til með að skapa betra starfsumhverfi í greininni. „Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis,“ er haft eftir Friðgeiri. Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumeistara og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefni. Í tilkynningunni er haft eftir Kristjáni Þór að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í því að kynna gæði íslensk hráefnis á erlendri grundu, og þeir hafi verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. „Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun.“ Þá er haft eftir Friðgeiri Inga Eiríkssyni, formanni Bocuse d´Or Akademíunnar, að um sé að ræða stóran áfanga fyrir íslenska keppnismatreiðslu sem komi til með að skapa betra starfsumhverfi í greininni. „Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis,“ er haft eftir Friðgeiri.
Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira