Sport

Dagskráin í dag: Barcelona heimsækir Sevilla, PGA mótaröðin í fullum gangi og klassískir handbolta- og körfuboltaleikir frá morgni til kvölds.

Ísak Hallmundarson skrifar
Barcelona mætir Sevilla í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:50.
Barcelona mætir Sevilla í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:50. getty/Alex Caparros

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag, tveir leikir úr spænska boltanum verða sýndir í beinni útsendingu og þá verður sýnt frá öðrum keppnisdegi á RBC Heritage mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi.

Kl. 17:20 hefst útsending frá leik Granada og Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni, þar sem tvö skemmtileg lið eigast við. Stórveldið Barcelona mun svo heimsækja Sevilla í hörkuleik, en útsending hefst klukkan 19:50. Báðir þessir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Kl. 19:00 hefst útsending frá öðrum degi RBC Heritage mótinu í golfi, sem er hluti af PGA-mótaröðinni þar sem bestu kylfingar heims eigast við. Mótið er í beinni á Stöð 2 Golf.

Það verður síðan nóg af íslenskum handbolta og körfubolta frá morgni til kvölds á Stöð 2 Sport 3 fyrir þyrsta áhangendur þessara íþrótta. Meðal þess góðgætis sem verður á boðstólnum er öll úrslitaserían milli Vals og Fram í Olís-deild kvenna 2018 og úrslitasería Hauka og Selfoss í Olís-deild karla 2019.

Alla dagskrá dagsins í dag má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×