Kínverjar segjast ekki ætla að hafa afskipti af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2020 20:00 Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira