Minni kvóti: Hver tekur höggið? Svanur Guðmundsson skrifar 18. júní 2020 15:00 Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun