Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 18. júní 2020 13:30 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar