Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 11:29 Ólafur Darri hefur verið einn vinsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur náð langt í hinum stóra heimi leikara erlendis. Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. „Það er mjög fyndið hvað fólk hefur alltaf mikla skoðanir á því að maður sé að taka pillur. Þegar ég segi við fólk að ég taki svefnlyf þá hefur fólk miklar skoðanir og segir oftast við mig að ég ætti nú alveg að geta sofið eðlilega. Þá svara ég alltaf, já en ég reyndi það í svona þrjátíu ár og það gekk ekki vel,“ segir Ólafur í viðtalinu við Sölva. „Við sem samfélag ættum að leggja meiri áherslu á það að hugsa að þessi aðferð virkar fyrir þennan og þessi aðferð virkar fyrir einhvern annan. Ég trúi einlægt að besta aðferðin sé bara blanda af mörgu. Ég fer til sálfræðings, ég reyni að hreyfa mig og ef ég geri það líður mér miklu betur. Ég stundum lendi í því að verða svolítið þunglyndur eða þungur. Mér leið mjög illa í Covid, sérstaklega til að byrja með alveg eins og ég væri hengdur upp á þráð. Ég missti sundið mitt sem alveg drap mig. En ég hafði bara áhyggjur og sérstaklega af eldra fólkinu í samfélaginu, af foreldrum sínum.“ Grét þegar hún grét Hann upplifði hræðilegt tímabil fljótlega eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, þar sem hann sökk djúpt niður og þurfti að leita sér hjálpar. Hann man í raun lítið eftir þessu tímabili, sem er enn í hálfgerðri þoku. Eftir það tímabil áttaði hann sig á því að hann gerði engum greiða með því að halda í stolt gagnvart lyfjanotkun. „Ég varð bara logandi hræddur og mamma mín bara bjargaði lífi mínu. Lovísa, konan mín, var að vinna á fullu á þessum tíma og ég var því heima með dóttur okkar til að byrja með. Ég réði bara ekki við það. Maður sat bara stundum grátandi þegar hún fór að gráta. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera við mig. Mamma mín lagði sitt líf til hliðar um tíma og var bara með mér og passaði upp á okkur bæði.“ Hann segir að það hafi tekið um tvo til þrjá mánuði að ná sér út úr þessu andlega. „Þetta er samt mjög fyndið því þegar ég reyni að rifja þetta upp, þá bara næ ég ekki að rifja þetta upp. Ég held ég þurfi bara að fara til sálfræðings og fara yfir þetta og reyna að rifja þetta upp. Ég finn alveg að líkaminn vill ekki muna of mikið eftir þessu. Þetta var bara ofboðslega vanmáttartilfinning að ég myndi bera ábyrgð á því að eitthvað myndi koma fyrir barnið mitt. Þetta var bara skelfilegur tími.“ Erfitt að komast að hjá geðlækni Ólafur Darri var á þessum tíma hjá geðlækni en eftir að sá maður fór á eftirlaun hefur hann ekki verið með neinn geðlækni. „Það er mjög erfitt að komast að hjá geðlækni. Ég hitti frábæran lækni sem hjálpaði mér að fara yfir þau lyf sem ég væri að taka og ég var að reyna hætta að taka Fluoxetine. Mér fannst viðbrögðin hjá lækninum svo frábær sem spurði mig bara af hverju? Þarna var ég kominn niður í að taka hálfa pillu þrisvar í viku og læknirinn sagði bara við mig að ég ætti bara að taka eina pillu á dag, það skipti engu máli.“ Ólafur Darri segir að það fara mjög í taugarnar á honum þegar umræðan um of mikla lyfjanotkun Íslendinga kemur upp. Í viðtalinu upplýsir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi og eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Auðvitað sé besta lausnin að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan, en skömm vegna lyfja sé algjörlega fráleit. „Það má alveg líta á þetta á annan hátt. Er það bara kannski af því að við erum meira að vinna í okkur. Er það af því að við erum meira að horfast í augu við það okkur líður ekki vel. Erum við með lækna sem þora að takast á við þetta vandamál. Er það af því að við erum með sálfræðinga sem eru tilbúnir að segja við fólk að það ætti kannski að prófa að fara á lyf.“ Hér að neðan má sjá umræðuna sjálfa. Klippa: Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: Mamma mín bara bjargaði lífi mínu Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. „Það er mjög fyndið hvað fólk hefur alltaf mikla skoðanir á því að maður sé að taka pillur. Þegar ég segi við fólk að ég taki svefnlyf þá hefur fólk miklar skoðanir og segir oftast við mig að ég ætti nú alveg að geta sofið eðlilega. Þá svara ég alltaf, já en ég reyndi það í svona þrjátíu ár og það gekk ekki vel,“ segir Ólafur í viðtalinu við Sölva. „Við sem samfélag ættum að leggja meiri áherslu á það að hugsa að þessi aðferð virkar fyrir þennan og þessi aðferð virkar fyrir einhvern annan. Ég trúi einlægt að besta aðferðin sé bara blanda af mörgu. Ég fer til sálfræðings, ég reyni að hreyfa mig og ef ég geri það líður mér miklu betur. Ég stundum lendi í því að verða svolítið þunglyndur eða þungur. Mér leið mjög illa í Covid, sérstaklega til að byrja með alveg eins og ég væri hengdur upp á þráð. Ég missti sundið mitt sem alveg drap mig. En ég hafði bara áhyggjur og sérstaklega af eldra fólkinu í samfélaginu, af foreldrum sínum.“ Grét þegar hún grét Hann upplifði hræðilegt tímabil fljótlega eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, þar sem hann sökk djúpt niður og þurfti að leita sér hjálpar. Hann man í raun lítið eftir þessu tímabili, sem er enn í hálfgerðri þoku. Eftir það tímabil áttaði hann sig á því að hann gerði engum greiða með því að halda í stolt gagnvart lyfjanotkun. „Ég varð bara logandi hræddur og mamma mín bara bjargaði lífi mínu. Lovísa, konan mín, var að vinna á fullu á þessum tíma og ég var því heima með dóttur okkar til að byrja með. Ég réði bara ekki við það. Maður sat bara stundum grátandi þegar hún fór að gráta. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera við mig. Mamma mín lagði sitt líf til hliðar um tíma og var bara með mér og passaði upp á okkur bæði.“ Hann segir að það hafi tekið um tvo til þrjá mánuði að ná sér út úr þessu andlega. „Þetta er samt mjög fyndið því þegar ég reyni að rifja þetta upp, þá bara næ ég ekki að rifja þetta upp. Ég held ég þurfi bara að fara til sálfræðings og fara yfir þetta og reyna að rifja þetta upp. Ég finn alveg að líkaminn vill ekki muna of mikið eftir þessu. Þetta var bara ofboðslega vanmáttartilfinning að ég myndi bera ábyrgð á því að eitthvað myndi koma fyrir barnið mitt. Þetta var bara skelfilegur tími.“ Erfitt að komast að hjá geðlækni Ólafur Darri var á þessum tíma hjá geðlækni en eftir að sá maður fór á eftirlaun hefur hann ekki verið með neinn geðlækni. „Það er mjög erfitt að komast að hjá geðlækni. Ég hitti frábæran lækni sem hjálpaði mér að fara yfir þau lyf sem ég væri að taka og ég var að reyna hætta að taka Fluoxetine. Mér fannst viðbrögðin hjá lækninum svo frábær sem spurði mig bara af hverju? Þarna var ég kominn niður í að taka hálfa pillu þrisvar í viku og læknirinn sagði bara við mig að ég ætti bara að taka eina pillu á dag, það skipti engu máli.“ Ólafur Darri segir að það fara mjög í taugarnar á honum þegar umræðan um of mikla lyfjanotkun Íslendinga kemur upp. Í viðtalinu upplýsir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi og eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Auðvitað sé besta lausnin að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan, en skömm vegna lyfja sé algjörlega fráleit. „Það má alveg líta á þetta á annan hátt. Er það bara kannski af því að við erum meira að vinna í okkur. Er það af því að við erum meira að horfast í augu við það okkur líður ekki vel. Erum við með lækna sem þora að takast á við þetta vandamál. Er það af því að við erum með sálfræðinga sem eru tilbúnir að segja við fólk að það ætti kannski að prófa að fara á lyf.“ Hér að neðan má sjá umræðuna sjálfa. Klippa: Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: Mamma mín bara bjargaði lífi mínu Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira