Íslenski boltinn

Sjáðu auka­spyrnu­mark Óttars og jöfnunar­mark Arnórs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnismenn fagna jöfnunarmarkinu.
Fjölnismenn fagna jöfnunarmarkinu. vísir/s2s

Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Leikið var í Víkinni og voru heimamenn mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi. Fyrsta markið skoraði Óttar Magnús Karlsson úr aukaspyrnu á á 16. mínútu en spurningarmerki verður að setja við varnarvegg Fjölnis og markvörðinn, Atla Gunnar Guðmundsson.

Víkingar leiddu verðskuldað í hálfleik, 1-0, en á 57. mínútu jöfnuðu Fjölnismenn metin. Eftir fína skiptingu frá vinstri til hægri og fyrirgjöf, barst boltinn til Arnórs Breka Ástþórssonar sem kom boltanum í netið. Lokatölur 1-1.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0
Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×