Erlent

Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl

Sylvía Hall skrifar
Vísindamaðurinn Debes H. Christiansen er sérfræðingur í dýrasjúkdómum. Hann breytti rannsóknarstofu sinni til þess að aðstoða við sýnatökur vegna kórónuveirunnar.
Vísindamaðurinn Debes H. Christiansen er sérfræðingur í dýrasjúkdómum. Hann breytti rannsóknarstofu sinni til þess að aðstoða við sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA

54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 187 smit hafa verið staðfest á eyjunum, það síðasta þann 22. apríl.

Síðan síðasta smit greindist hafa 4.732 sýni verið tekin og hafa þau öll reynst neikvæð. Flestir sem greindust með kórónuveiruna voru á þrítugsaldri og gekk vel að halda veirunni frá eldra fólki, en aðeins níu yfir sjötugt greindust með Covid-19.

Corona.fo

Þegar mest var voru 102 virk smit á eyjunum en það var í lok mars. Þá hafa 11.002 sýni verið tekin, eða úr tæplega 21% þjóðarinnar.

Allir hafa náð bata í Færeyjum og liggur enginn á sjúkrahúsi vegna veirunnar sem stendur. Þá er enginn í sóttkví.


Tengdar fréttir

Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara

Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×