Erlent

Aldrei fleiri búið í höfuðstaðnum

Sylvía Hall skrifar
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Vísir/Getty

Íbúafjöldi Þórshafnar í Færeyjum er nú 22.144 og búa því 42,2 prósent íbúa í höfuðstaðnum. Þetta kemur fram í tölfræði hagstofu Færeyja en Portal.fo greinir frá.

52.484 eru búsettir í Færeyjum en íbúafjöldi hefur aukist töluvert undanfarið ár. Í maí á síðasta ári bjuggu 51.650 á eyjunum og var því aukning um 1,6 prósent milli ára.

Færeyjar er eyjaklasi sem samanstendur af átján eyjum.

Samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi er búið á öllum eyjunum fyrir utan Koltur þar sem enginn býr nú en einn íbúi var skráður þar til heimilis á síðasta ári. Fæstir búa á eyjunni Stóra-Dímon, alls tíu manns, en flestir á Straumey þar sem höfuðstaðinn er að finna. Alls eru 24.885 íbúar skráðir á eyjunni samkvæmt hagstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×