Danski Tobias á leiðinni til landsins: Bókaði um leið og Mette Frederiksen sagði „gó“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 14:16 Tobias Kabat kemur með síðdegisvél til Keflavíkurflugvallar á morgun. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“ Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“
Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira