Ritsóðinn Helgi Seljan II Páll Steingrímsson skrifar 15. júní 2020 08:00 Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, heldur áfram að níða skóinn af fólki á samfélagsmiðlum jafnvel þótt ítrekað hafi verið færð rök fyrir því opinberlega að hann hafi brotið siðareglur Ríkisútvarpsins með skrifum sínum á Facebook og Twitter. Mér hefur verið bent á að Helgi hafi haldið uppteknum hætti frá því ég birti síðustu grein mína um sama efni. Þetta virðist hann hafa gert í þeim tilgangi að ögra yfirmönnum sínum á RÚV og almenningi sem hefur ekkert val um greiðslur til stofnunarinnar. Mér var jafnframt bent á ýmis skrif Helga á samfélagsmiðlum, til viðbótar við þau sem ég hafði áður nefnt, sem gætu falið í sér brot á siðareglum Ríkisútvarpsins. Eins og ég nefndi í síðasta pistli mínum þá er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af áðurnefndum siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum.“ Ég er ekki sá eini sem hef vakið athygli á gagnrýniverðri framgöngu Helga Seljan á samfélagsmiðlum enda gerði fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins það í pistli hinn 12. janúar síðastliðinn. Einnig hafa almennir notendur Ríkisútvarpsins furðað sig á skrifum Helga og velt því fyrir sér á hvaða vegferð hann er. Hér fyrir neðan eru ýmis dæmi um skrif Helga frá síðustu mánuðum sem ég hef fengið ábendingar um. Ræðst ítrekað að einstaklingum, fyrirtækjum og stjórnmálamönnum Hinn 15. nóvember 2019 réðst Helgi Seljan að kollega sínum á Morgunblaðinu með færslu á Facebook þegar sá síðarnefndi hafði tekið viðtal við forstjóra Samherja. Í færslunni skrifaði Helgi: „Það er næsta aðdáunarvert að vitna hvernig blaðamaður Morgunblaðsins reynir að föndra bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja í blaði dagsins.“ Hinn 26. nóvember 2019 „taggaði“ Helgi forstjóra Samherja, Björgólf Jóhannsson, á Facebook og skrifaði: „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls.“ Yfirlætið leynir sér ekki í þessum skrifum fréttamannsins en menn sem þannig eru innréttaðir grípa stundum til hroka til að breiða yfir eigin minnimáttarkennd. Hinn 2. desember 2019 gagnrýndi Helgi Samherja hf. á Twitter fyrir að gera skoðanakönnun um afstöðu almennings gagnvart fyrirtækinu og setti fram meiðandi fullyrðingu um fyrirtækið án nokkurs fyrirvara. Hann skrifaði „Í Namibíu eru sex menn formlega ákærðir fyrir að misfara með vald sitt og áhrif í staðinn fyrir hundruð milljóna króna mútur frá íslensku stórfyrirtæki. Á Íslandi er sama fyrirtæki í „samstarfi“ og „samtali“ við yfirvöld og að gera skoðanakönnunina: „Hvernig finnst þér ég?“ Daginn eftir voru það embættisfærslur dómsmálaráðherra sem voru fréttamanninum hugleiknar. „Jafnvel lögreglumenn treysta ekki Ríkislögreglustjóra. Hann er því látinn hætta, hvað sem það er svo kallað. Til að auka traust, væntanlega. En hvað? Jú hann er settur í það verkefni að skipuleggja lögregluna til framtíðar? Það er eitthvað þarna sem meikar ekki sens.“ Hinn 9. desember uppnefndi hann vefritið Viljann.is sem Villain.is vegna skrifa miðilsins um Namibíumálið svokallaða. „Enn misskilja þeir Namibíumenn. Sáu þeir ekki yfirlýsingu Samherja og djúpköfun Villain.is eftir réttu og röngu þarna?“ skrifaði Helgi á Twitter. Velta má fyrir sér hversu sómasamlegt það er af starfsmanni ríkisfjölmiðils að uppnefna aðra fjölmiðla sem eru honum ekki þóknanlegir. Tveimur dögum síðar, hinn 11. desember 2019, var Helgi aftur að skrifa um Namibíumálið og í þetta skiptið á Facebook. „Nýr ráðherra í Namibíu hefur augljóslega ekki lesið fréttatilkynningar Þorbjörns Þórðarsonar og félaga í nafni Samherja, þar sem allar þessar uppsagnir eru sagðar tóm þvæla og vitleysa,“ skrifaði Helgi og deildi frétt af The Namibian. Hefur hann verið ólatur við að deila fréttum namibískra miðla síðan Kveiksþátturinn var sýndur og þannig verið í beinni herferð til að fylgja eftir eigin umfjöllun um málið. Hinn 13. desember 2019 varð fyrirtækið Eldum Rétt fyrir barðinu á Helga Seljan á Facebook. Þá beindi hann spjótum sínum að þjóðþekktu fólki í auglýsingum fyrirtækisins og skrifaði: „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ Hinn 22. desember 2019 réðst hann að seðlabankastjóra og forstjóra FME á Twitter vegna fundar þar sem orðsporsáhætta Íslands var til umræðu. Sama dag var hann aftur mættur á Twitter til að gagnrýna FME og sagði vinnubrögð stofnunarinnar „hneyksli“ af því stofnunin birti ekki skýrslu um brotalamir í peningaþvættisvörnum bankanna á tíma sem Helga fannst viðeigandi. Hann bætti svo í með færslu á Facebook þar sem hann sagði „ekkert annað en ósvífið af Fjármálaeftirlitinu að birta þessa skýrslu korteri fyrir jól, í skjóli.“ Hinn 21. desember 2019 var Helgi á hápólitískum nótum þegar hann skrifaði á Twitter: „Það að Kristján Þór segi sig frá málefnum Samherja og ÚA, en ekki Síldarvinnslunnar, Bergs-Hugins og Gjögurs, sem öll eru meira og minna undir stjórn, í samrekstri með eða undir stjórn sama hóps manna, sýnir bara enn betur hversu galið konsept „tengdur aðili“ er á Íslandi.“ Hinn 28. desember 2019 réðst Helgi Seljan, sem fyrr, að kollegum sínum á öðrum fjölmiðlum og sagði að Viðskiptablaðið og Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál, væru „eitt stórt joke.“ Ástæðan var sú að álitsgjafar Markaðarins höfðu valið starfsemi Samherja í Namibíu þriðju verstu viðskipti ársins 2019. Hinn 2. janúar virtist Helgi ennþá eitthvað illa fyrirkallaður eftir áramótin. Þá var farið beint í spillinguna en hann virtist ekki hafa þrótt til að útskýra í hverju hún væri fólgin. „Þessir hádegisfundir ritstjóra Moggans með ráðherrum eru svo gott sambland af megalómaníu og spillingu,“ skrifaði fréttamaðurinn án þess að skýra mál sitt nánar. Tveimur dögum síðar, eða hinn 4. janúar, voru það alþjóðastjórnmálin sem voru fréttamanninum hugleikin. „Dýr skyldi 11. september allur. Ætla Bandaríkjamenn að ráðast inn í öll lönd nema Sádí og Pakistan, þaðan sem þeir sannarlega komu og hafa síðan átt skjól, hinir raunverulegu glæpamenn? Nú á að fara í þriðja stríðið, á sömu bull forsendunum!“ skrifaði Helgi á Twitter. Hinn 11. janúar á þessu ári var það Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem varð fyrir barðinu á Helga á Twitter. Ástæðan var ákvörðunum að setja Skrokkölduvirkjun í nýtingarflokk. Helgi deildi frétt með fyrirsögninni Vill ekki virkja en leggur til að virkjun verði leyfð og skrifaði: „Ég ætla að hætta að drekka á morgun.“ Helgi var svo mættur til að sparka í kollega sína, enn og aftur, hinn 17. janúar þegar hann skrifaði á Twitter: „Það fara einhverjar þrjár opnur hins svokallaða Viðskiptablaðs undir viðtal við bankastjóra Íslandsbanka þessa vikuna. Þar er drjúgu plássi eytt í jafnréttisþvinganir bankans en ekki orði vikið að áhrifum af hátterni og alþjóðlegri spillingarrannsókn eins stærsta kúnna bankans.“ Í byrjun febrúar birti Helgi röð tísta þar sem hann deildi fréttum erlendra miðla um togarann Heinaste. Hélt hann þar áfram áðurnefndri herferð sinni gegn Samherja og fór ekki leynt með Þórðargleði sína. Hinn 13. febrúar var Helgi sem fyrr á pólitískum nótum þegar hann velti fyrir sér ólíkum viðbrögðum stjórnvalda á Íslandi og Nýja-Sjálandi vegna umræðu um lokun álvera og skrifaði hann þetta á Twitter: „Rio Tinto hótar enn einu sinni að loka ef ekki verði farið að kröfum þeirra. Á Nýja-Sjálandi - Ráðherra fordæmir þessa kúgunartaktík. Á Íslandi - Ráðherra skoðar hvort hafa þurfi vit fyrir alþjóðlegu stórfyrirtæki í frjálsum samningum.“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fékk skeyti frá Helga á Twitter 14. febrúar. Þá gaf hann í skyn að framkvæmdastjórinn tæki ekki mark á veðurfræðingum þegar tjón varð á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum eftir veðurofsa sem gekk yfir eyjarnar. „Binni í Vinnslustöðinni vissi auðvitað betur en sérfræðingarnir að sunnan...,“ skrifaði Helgi. Helgi var aftur á hápólitískum nótum hinn 17. febrúar þar sem honum tókst að taka tvö umdeild mál fyrir í einu tísti á Twitter: „Ríkisstjórn: Það má ekki láta geðþótta og tilfinningar ráða umfram lög og reglur í innflytjendamálum. Líka ríkisstjórn: Jafnvel þó augljóst sé að brotið hafi verið gegn markmiðum laga og bókstaf um hámarks kvótaeign, ætlum við að gefa mönnum sex ár í viðbót til þess.“ Tístið bendir til þess að Helgi telji sig bæran til að skera úr um rétta túlkun þeirra laga sem hann vísar til. Bæjarpólitíkin á Ísafirði og deilur um brottvikningu bæjarstjórans veittu Helga innblástur 20. febrúar en þá skrifaði hann þetta hófstillta tíst: „Ísfirðingar eru sumsé að borga tveimur bæjarstjórum laun núna af því að pólitískir fulltrúar í bænum fengu ekki að hossa sér nægjanlega á snjóflóðinu á Flateyri?!?!“ Hinn 24. febrúar fékk framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins pillu frá Helga. „Það bara hlýtur að vera vandræðaleg stemning á skrifstofum Samtaka Iðnaðarins eftir viðtöl og greinaskrif forstjóra Landsvirkjunar um samtökin um helgina. Framkvæmdastjórann verkjar örugglega aðeins í fálkaorðuna,“ skrifaði fréttamaðurinn á Twitter. Týna mætti til ýmis fleiri dæmi enda er Helgi mjög virkur á samfélagsmiðlum. Steininn tók þó úr þegar hann réðst að fjölskyldu kollega síns á Fréttablaðinu nýlega þegar sá síðarnefndi skrifaði um fyrirframgreiddan arf sem börn stofnenda Samherja hf. fengu frá foreldrum sínum, eins og ég rakti í síðustu grein minni. Helga Seljan fannst meira viðeigandi að rifja upp sakamál föður kollega síns í stað þess að svara skrifum hans með rökum. Í lok þessarar samantektar má halda því til haga að það eru ekki eingöngu stjórnmálamenn, fyrirtæki og stjórnendur þeirra sem eru í skotlínu Helga Seljan á samfélagsmiðlum. Daginn eftir að síðasti pistill minn birtist fann Helgi sig knúinn til að ráðast á ungan hönnuð og áhrifavald, Línu Birgittu Sigurðardóttur, fyrir það eitt að koma hönnun sinni á framfæri í útlöndum. Lína Birgitta hafði greint frá því að tískutímaritið Vogue hefði fjallað um lítið íþróttavörumerki hennar og voru það nokkur tímamót fyrir hinn unga hönnuð. Helgi Seljan birti þá færslu á Twitter þar sem hann sagði að Lína Birgitta hefði borgað fyrir plássið í Vogue og birti skjáskot af vef tímaritsins sem hann taldi styðja þá fullyrðingu! Mér var bent á að Helga hafi ekki fundist nóg að birta þetta fyrir framan rúmlega 10 þúsund fylgjendur sína á Twitter því hann skrifaði líka um þetta á Facebook. Þau eru drjúg og mikilvæg dagsverkin hjá fréttamanni Ríkisútvarpsins. Þeir eru jafnt stórir sem smáir sem fá að finna fyrir réttlætisvendinum mikla sem Helgi Seljan sveiflar á netinu. Það er hins vegar ekki mikið göfuglyndi eða karlmennska fólgin í því að nota frægð sína og áhrif til að troða niður í svaðið unga konu sem er að reyna að koma hönnun sinni á framfæri. Skrifin endurspegla vanlíðan og þörf fyrir viðurkenningu Fróðir menn segja að algóritmar samfélagsmiðlanna séu þannig hannaðir að þeir verðlauni mikla virkni því færslurnar verði þá meira áberandi hjá nýjum fylgjendum. Meiri virkni skili þannig fleiri fylgjendum og meiri „vinsældum.“ Það þurfi því stöðugt að fóðra vélina til að fá fleiri fylgjendur. Þannig verði þetta að hringrás þar sem notendur upplifi að þeir þurfi stöðugt að setja eitthvað nýtt efni inn, sama hversu lítið vit er í því. Þetta skýrir auðvitað ágætlega alla þá þvælu sem þrífst á samfélagsmiðlunum sem eru hálfgerðar eilífðarvélar tilgangsleysis. Þeir sem eru duglegir á samfélagsmiðlum hafa augljóslega mikla þörf fyrir athygli og viðurkenningu. Og Helgi Seljan mokar skít alla daga á internetinu að því er virðist í þeirri viðleitni að fá athygli og viðurkenningu meðborgara sinna. Það eru þó ekki allir, sem skrifa á Facebook og Twitter, fastir í rotþró veraldarvefsins eins og Helgi Seljan. Velta má fyrir sér lundarfari og andlegri líðan þess sem gengur fram á samfélagsmiðlum með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það er kannski verkefni fyrir aðra en skipstjóra sem hefur ekki sérþekkingu á geðheilbrigði. Óháð vangaveltum um ástæður skrifanna er þó ljóst að þau eru dapurlegur vitnisburður um stjórnleysi þess fréttamanns sem á í hlut. Helgi Seljan hefur sýnt vinnuveitendum sínum og almenningi virðingarleysi enda eiga bæði Ríkisútvarpið og notendur þess þá réttmætu kröfu að hann gæti hlutleysis sem fréttamaður og virði þær reglur sem honum er gert að starfa eftir. Það er hins vegar ákveðið umhugsunarefni að Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra, virðist vera slétt sama þótt einn af starfsmönnum stofnunarinnar brjóti ítrekað reglur hennar. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Páll Steingrímsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, heldur áfram að níða skóinn af fólki á samfélagsmiðlum jafnvel þótt ítrekað hafi verið færð rök fyrir því opinberlega að hann hafi brotið siðareglur Ríkisútvarpsins með skrifum sínum á Facebook og Twitter. Mér hefur verið bent á að Helgi hafi haldið uppteknum hætti frá því ég birti síðustu grein mína um sama efni. Þetta virðist hann hafa gert í þeim tilgangi að ögra yfirmönnum sínum á RÚV og almenningi sem hefur ekkert val um greiðslur til stofnunarinnar. Mér var jafnframt bent á ýmis skrif Helga á samfélagsmiðlum, til viðbótar við þau sem ég hafði áður nefnt, sem gætu falið í sér brot á siðareglum Ríkisútvarpsins. Eins og ég nefndi í síðasta pistli mínum þá er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af áðurnefndum siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum.“ Ég er ekki sá eini sem hef vakið athygli á gagnrýniverðri framgöngu Helga Seljan á samfélagsmiðlum enda gerði fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins það í pistli hinn 12. janúar síðastliðinn. Einnig hafa almennir notendur Ríkisútvarpsins furðað sig á skrifum Helga og velt því fyrir sér á hvaða vegferð hann er. Hér fyrir neðan eru ýmis dæmi um skrif Helga frá síðustu mánuðum sem ég hef fengið ábendingar um. Ræðst ítrekað að einstaklingum, fyrirtækjum og stjórnmálamönnum Hinn 15. nóvember 2019 réðst Helgi Seljan að kollega sínum á Morgunblaðinu með færslu á Facebook þegar sá síðarnefndi hafði tekið viðtal við forstjóra Samherja. Í færslunni skrifaði Helgi: „Það er næsta aðdáunarvert að vitna hvernig blaðamaður Morgunblaðsins reynir að föndra bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja í blaði dagsins.“ Hinn 26. nóvember 2019 „taggaði“ Helgi forstjóra Samherja, Björgólf Jóhannsson, á Facebook og skrifaði: „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls.“ Yfirlætið leynir sér ekki í þessum skrifum fréttamannsins en menn sem þannig eru innréttaðir grípa stundum til hroka til að breiða yfir eigin minnimáttarkennd. Hinn 2. desember 2019 gagnrýndi Helgi Samherja hf. á Twitter fyrir að gera skoðanakönnun um afstöðu almennings gagnvart fyrirtækinu og setti fram meiðandi fullyrðingu um fyrirtækið án nokkurs fyrirvara. Hann skrifaði „Í Namibíu eru sex menn formlega ákærðir fyrir að misfara með vald sitt og áhrif í staðinn fyrir hundruð milljóna króna mútur frá íslensku stórfyrirtæki. Á Íslandi er sama fyrirtæki í „samstarfi“ og „samtali“ við yfirvöld og að gera skoðanakönnunina: „Hvernig finnst þér ég?“ Daginn eftir voru það embættisfærslur dómsmálaráðherra sem voru fréttamanninum hugleiknar. „Jafnvel lögreglumenn treysta ekki Ríkislögreglustjóra. Hann er því látinn hætta, hvað sem það er svo kallað. Til að auka traust, væntanlega. En hvað? Jú hann er settur í það verkefni að skipuleggja lögregluna til framtíðar? Það er eitthvað þarna sem meikar ekki sens.“ Hinn 9. desember uppnefndi hann vefritið Viljann.is sem Villain.is vegna skrifa miðilsins um Namibíumálið svokallaða. „Enn misskilja þeir Namibíumenn. Sáu þeir ekki yfirlýsingu Samherja og djúpköfun Villain.is eftir réttu og röngu þarna?“ skrifaði Helgi á Twitter. Velta má fyrir sér hversu sómasamlegt það er af starfsmanni ríkisfjölmiðils að uppnefna aðra fjölmiðla sem eru honum ekki þóknanlegir. Tveimur dögum síðar, hinn 11. desember 2019, var Helgi aftur að skrifa um Namibíumálið og í þetta skiptið á Facebook. „Nýr ráðherra í Namibíu hefur augljóslega ekki lesið fréttatilkynningar Þorbjörns Þórðarsonar og félaga í nafni Samherja, þar sem allar þessar uppsagnir eru sagðar tóm þvæla og vitleysa,“ skrifaði Helgi og deildi frétt af The Namibian. Hefur hann verið ólatur við að deila fréttum namibískra miðla síðan Kveiksþátturinn var sýndur og þannig verið í beinni herferð til að fylgja eftir eigin umfjöllun um málið. Hinn 13. desember 2019 varð fyrirtækið Eldum Rétt fyrir barðinu á Helga Seljan á Facebook. Þá beindi hann spjótum sínum að þjóðþekktu fólki í auglýsingum fyrirtækisins og skrifaði: „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ Hinn 22. desember 2019 réðst hann að seðlabankastjóra og forstjóra FME á Twitter vegna fundar þar sem orðsporsáhætta Íslands var til umræðu. Sama dag var hann aftur mættur á Twitter til að gagnrýna FME og sagði vinnubrögð stofnunarinnar „hneyksli“ af því stofnunin birti ekki skýrslu um brotalamir í peningaþvættisvörnum bankanna á tíma sem Helga fannst viðeigandi. Hann bætti svo í með færslu á Facebook þar sem hann sagði „ekkert annað en ósvífið af Fjármálaeftirlitinu að birta þessa skýrslu korteri fyrir jól, í skjóli.“ Hinn 21. desember 2019 var Helgi á hápólitískum nótum þegar hann skrifaði á Twitter: „Það að Kristján Þór segi sig frá málefnum Samherja og ÚA, en ekki Síldarvinnslunnar, Bergs-Hugins og Gjögurs, sem öll eru meira og minna undir stjórn, í samrekstri með eða undir stjórn sama hóps manna, sýnir bara enn betur hversu galið konsept „tengdur aðili“ er á Íslandi.“ Hinn 28. desember 2019 réðst Helgi Seljan, sem fyrr, að kollegum sínum á öðrum fjölmiðlum og sagði að Viðskiptablaðið og Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál, væru „eitt stórt joke.“ Ástæðan var sú að álitsgjafar Markaðarins höfðu valið starfsemi Samherja í Namibíu þriðju verstu viðskipti ársins 2019. Hinn 2. janúar virtist Helgi ennþá eitthvað illa fyrirkallaður eftir áramótin. Þá var farið beint í spillinguna en hann virtist ekki hafa þrótt til að útskýra í hverju hún væri fólgin. „Þessir hádegisfundir ritstjóra Moggans með ráðherrum eru svo gott sambland af megalómaníu og spillingu,“ skrifaði fréttamaðurinn án þess að skýra mál sitt nánar. Tveimur dögum síðar, eða hinn 4. janúar, voru það alþjóðastjórnmálin sem voru fréttamanninum hugleikin. „Dýr skyldi 11. september allur. Ætla Bandaríkjamenn að ráðast inn í öll lönd nema Sádí og Pakistan, þaðan sem þeir sannarlega komu og hafa síðan átt skjól, hinir raunverulegu glæpamenn? Nú á að fara í þriðja stríðið, á sömu bull forsendunum!“ skrifaði Helgi á Twitter. Hinn 11. janúar á þessu ári var það Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem varð fyrir barðinu á Helga á Twitter. Ástæðan var ákvörðunum að setja Skrokkölduvirkjun í nýtingarflokk. Helgi deildi frétt með fyrirsögninni Vill ekki virkja en leggur til að virkjun verði leyfð og skrifaði: „Ég ætla að hætta að drekka á morgun.“ Helgi var svo mættur til að sparka í kollega sína, enn og aftur, hinn 17. janúar þegar hann skrifaði á Twitter: „Það fara einhverjar þrjár opnur hins svokallaða Viðskiptablaðs undir viðtal við bankastjóra Íslandsbanka þessa vikuna. Þar er drjúgu plássi eytt í jafnréttisþvinganir bankans en ekki orði vikið að áhrifum af hátterni og alþjóðlegri spillingarrannsókn eins stærsta kúnna bankans.“ Í byrjun febrúar birti Helgi röð tísta þar sem hann deildi fréttum erlendra miðla um togarann Heinaste. Hélt hann þar áfram áðurnefndri herferð sinni gegn Samherja og fór ekki leynt með Þórðargleði sína. Hinn 13. febrúar var Helgi sem fyrr á pólitískum nótum þegar hann velti fyrir sér ólíkum viðbrögðum stjórnvalda á Íslandi og Nýja-Sjálandi vegna umræðu um lokun álvera og skrifaði hann þetta á Twitter: „Rio Tinto hótar enn einu sinni að loka ef ekki verði farið að kröfum þeirra. Á Nýja-Sjálandi - Ráðherra fordæmir þessa kúgunartaktík. Á Íslandi - Ráðherra skoðar hvort hafa þurfi vit fyrir alþjóðlegu stórfyrirtæki í frjálsum samningum.“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fékk skeyti frá Helga á Twitter 14. febrúar. Þá gaf hann í skyn að framkvæmdastjórinn tæki ekki mark á veðurfræðingum þegar tjón varð á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum eftir veðurofsa sem gekk yfir eyjarnar. „Binni í Vinnslustöðinni vissi auðvitað betur en sérfræðingarnir að sunnan...,“ skrifaði Helgi. Helgi var aftur á hápólitískum nótum hinn 17. febrúar þar sem honum tókst að taka tvö umdeild mál fyrir í einu tísti á Twitter: „Ríkisstjórn: Það má ekki láta geðþótta og tilfinningar ráða umfram lög og reglur í innflytjendamálum. Líka ríkisstjórn: Jafnvel þó augljóst sé að brotið hafi verið gegn markmiðum laga og bókstaf um hámarks kvótaeign, ætlum við að gefa mönnum sex ár í viðbót til þess.“ Tístið bendir til þess að Helgi telji sig bæran til að skera úr um rétta túlkun þeirra laga sem hann vísar til. Bæjarpólitíkin á Ísafirði og deilur um brottvikningu bæjarstjórans veittu Helga innblástur 20. febrúar en þá skrifaði hann þetta hófstillta tíst: „Ísfirðingar eru sumsé að borga tveimur bæjarstjórum laun núna af því að pólitískir fulltrúar í bænum fengu ekki að hossa sér nægjanlega á snjóflóðinu á Flateyri?!?!“ Hinn 24. febrúar fékk framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins pillu frá Helga. „Það bara hlýtur að vera vandræðaleg stemning á skrifstofum Samtaka Iðnaðarins eftir viðtöl og greinaskrif forstjóra Landsvirkjunar um samtökin um helgina. Framkvæmdastjórann verkjar örugglega aðeins í fálkaorðuna,“ skrifaði fréttamaðurinn á Twitter. Týna mætti til ýmis fleiri dæmi enda er Helgi mjög virkur á samfélagsmiðlum. Steininn tók þó úr þegar hann réðst að fjölskyldu kollega síns á Fréttablaðinu nýlega þegar sá síðarnefndi skrifaði um fyrirframgreiddan arf sem börn stofnenda Samherja hf. fengu frá foreldrum sínum, eins og ég rakti í síðustu grein minni. Helga Seljan fannst meira viðeigandi að rifja upp sakamál föður kollega síns í stað þess að svara skrifum hans með rökum. Í lok þessarar samantektar má halda því til haga að það eru ekki eingöngu stjórnmálamenn, fyrirtæki og stjórnendur þeirra sem eru í skotlínu Helga Seljan á samfélagsmiðlum. Daginn eftir að síðasti pistill minn birtist fann Helgi sig knúinn til að ráðast á ungan hönnuð og áhrifavald, Línu Birgittu Sigurðardóttur, fyrir það eitt að koma hönnun sinni á framfæri í útlöndum. Lína Birgitta hafði greint frá því að tískutímaritið Vogue hefði fjallað um lítið íþróttavörumerki hennar og voru það nokkur tímamót fyrir hinn unga hönnuð. Helgi Seljan birti þá færslu á Twitter þar sem hann sagði að Lína Birgitta hefði borgað fyrir plássið í Vogue og birti skjáskot af vef tímaritsins sem hann taldi styðja þá fullyrðingu! Mér var bent á að Helga hafi ekki fundist nóg að birta þetta fyrir framan rúmlega 10 þúsund fylgjendur sína á Twitter því hann skrifaði líka um þetta á Facebook. Þau eru drjúg og mikilvæg dagsverkin hjá fréttamanni Ríkisútvarpsins. Þeir eru jafnt stórir sem smáir sem fá að finna fyrir réttlætisvendinum mikla sem Helgi Seljan sveiflar á netinu. Það er hins vegar ekki mikið göfuglyndi eða karlmennska fólgin í því að nota frægð sína og áhrif til að troða niður í svaðið unga konu sem er að reyna að koma hönnun sinni á framfæri. Skrifin endurspegla vanlíðan og þörf fyrir viðurkenningu Fróðir menn segja að algóritmar samfélagsmiðlanna séu þannig hannaðir að þeir verðlauni mikla virkni því færslurnar verði þá meira áberandi hjá nýjum fylgjendum. Meiri virkni skili þannig fleiri fylgjendum og meiri „vinsældum.“ Það þurfi því stöðugt að fóðra vélina til að fá fleiri fylgjendur. Þannig verði þetta að hringrás þar sem notendur upplifi að þeir þurfi stöðugt að setja eitthvað nýtt efni inn, sama hversu lítið vit er í því. Þetta skýrir auðvitað ágætlega alla þá þvælu sem þrífst á samfélagsmiðlunum sem eru hálfgerðar eilífðarvélar tilgangsleysis. Þeir sem eru duglegir á samfélagsmiðlum hafa augljóslega mikla þörf fyrir athygli og viðurkenningu. Og Helgi Seljan mokar skít alla daga á internetinu að því er virðist í þeirri viðleitni að fá athygli og viðurkenningu meðborgara sinna. Það eru þó ekki allir, sem skrifa á Facebook og Twitter, fastir í rotþró veraldarvefsins eins og Helgi Seljan. Velta má fyrir sér lundarfari og andlegri líðan þess sem gengur fram á samfélagsmiðlum með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það er kannski verkefni fyrir aðra en skipstjóra sem hefur ekki sérþekkingu á geðheilbrigði. Óháð vangaveltum um ástæður skrifanna er þó ljóst að þau eru dapurlegur vitnisburður um stjórnleysi þess fréttamanns sem á í hlut. Helgi Seljan hefur sýnt vinnuveitendum sínum og almenningi virðingarleysi enda eiga bæði Ríkisútvarpið og notendur þess þá réttmætu kröfu að hann gæti hlutleysis sem fréttamaður og virði þær reglur sem honum er gert að starfa eftir. Það er hins vegar ákveðið umhugsunarefni að Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra, virðist vera slétt sama þótt einn af starfsmönnum stofnunarinnar brjóti ítrekað reglur hennar. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun