Rupert Grint lýsir yfir stuðningi við trans fólk eftir ummæli J.K. Rowling Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 10:21 Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins. Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins.
Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira