Innlent

Staf­rænu öku­skír­teinin munu ekki gilda utan land­steinanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stafræn ökuskírteini munu aðeins gilda hér á landi.
Stafræn ökuskírteini munu aðeins gilda hér á landi. stöð 2

Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. Ökuskírteini sem gefin eru út af EES ríkjum eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en stafrænu ökuskírteinin uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar um ökuskírteini og munu því aðeins gilda innanlands.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur innritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina og er gert ráð fyrir að hægt verði að sækja þau í símann síðar í þessum mánuði.

Innleiðing stafrænna ökuskírteina er samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem ber ábyrgð á umferðarlöggjöf og reglum um ökuskírteini, og dómsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna. Ríkislögreglustjóri gefur út stafrænu ökuskírteinin en sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra.

Handhafi ökuskírteinis mun geta sótt stafræna útgáfu skírteinisins í gegn um vefinn island.is eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×