Íslensk uppfinning dregur stórlega úr mengun og orkunotkun álvera Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2020 20:16 Actus Metals hefur í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þróað byltingarkennd rafskaut til álframleiðslu sem draga verulega úr mengun og orkunotkun álveranna. Stöð 2/Egill Íslenskir vísindamenn hafa þróað byltingarkennd rafskaut fyrir álvinnslu sem sem endast lengur, draga úr koltísýrungsmengun um allt að þriðjung og framleiða auk þess súrefni. Íslenskir rannsóknarsjóðir sýna framþróun verkefnisins lítinn áhuga. Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina. Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparst enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku. Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.Stöð 2/Egill Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins. „Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín. Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni. „Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín. Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga. „Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum. Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.Stöð 2/Egill Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð. „Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon. Nýsköpun Stóriðja Tengdar fréttir Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00 Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Íslenskir vísindamenn hafa þróað byltingarkennd rafskaut fyrir álvinnslu sem sem endast lengur, draga úr koltísýrungsmengun um allt að þriðjung og framleiða auk þess súrefni. Íslenskir rannsóknarsjóðir sýna framþróun verkefnisins lítinn áhuga. Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina. Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparst enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku. Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.Stöð 2/Egill Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins. „Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín. Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni. „Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín. Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga. „Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum. Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.Stöð 2/Egill Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð. „Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon.
Nýsköpun Stóriðja Tengdar fréttir Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00 Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00
Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15
Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30