Íslenski boltinn

Heimi spáð titli í fyrstu tilraun - Engar sérstakar áhyggjur þrátt fyrir langt stopp

Sindri Sverrisson skrifar
Heimir Guðjónsson var að sjálfsögðu á kynningarfundi KSÍ í Laugardalnum í dag þar sem árleg spá fyrir Íslandsmótið var kynnt.
Heimir Guðjónsson var að sjálfsögðu á kynningarfundi KSÍ í Laugardalnum í dag þar sem árleg spá fyrir Íslandsmótið var kynnt. mynd/stöð 2

Heimir Guðjónsson gerir Val að Íslandsmeistara í fótbolta í fyrstu tilraun ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í Pepsi Max-deild karla.

Íslandsmeisturum KR var spáð 2. sæti og Breiðablik 3. sæti, en aðeins einu stigi munaði á liðunum í spánni. Valsmenn fengu hins vegar góða kosningu í efsta sætið, en þeir mæta KR í fyrsta leik á laugardagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„Ég er ánægður með að menn hafa lagt hart að sér og ég tel að við séum búnir að æfa vel, og svo kemur í ljós á laugardaginn hverju það skilar,“ sagði Heimir Guðjónsson í Sportpakkanum á Stöð 2.

Hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins setti þjálfara og leikmenn í áður óþekkta stöðu en Heimir er brattur nú þegar hægt hefur verið að æfa með eðlilegum hætti síðustu vikur og spila æfingaleiki.

„Auðvitað er það alltaf þannig að þegar það er langt stopp þá koma einhverjar áhyggjur. En ég hef engar sérstakar áhyggjur. Við höfum náð að æfa vel eftir að allt liðið gat verið saman, og spilað æfingaleiki sem hafa að sjálfsögðu, eins og gerist á undirbúningstímabili, verið misjafnlega góðir. Heilt yfir hefur þetta verið allt í lagi. Það er líka fínt að spila þessa leiki og þá sér maður hvað má bæta og hvað við höfum verið að gera vel. Það kemur í ljós á laugardaginn,“ sagði Heimir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×