Þurfa Bandaríkin hjálp? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. júní 2020 10:00 Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Bandaríkin Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun