Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 09:13 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, neitaði ítrekað í gær að tjá sig um nýjasta umdeilda tíst forsetans. AP/Susan Walsh Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira