Þriggja mánaða golfsvelti lýkur á fimmtudaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2020 15:00 Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, þreytir frumraun sína á Charles Schwab Challenge mótinu. getty/Mike Ehrmann Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira