4 dagar í Pepsi Max: Unnu fimm ár í röð án þess að vera spáð titlinum einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 12:00 Kári Steinn Reynisson og Bjarni Guðjónsson fagna hér fimmta Íslandsmeistaratitli ÍA í röð á forsíðu íþróttkálfs Morgunblaðsins en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu frá 1. október 1996. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira