CrossFit Reykjavík segir skilið við CrossFit nema að það verði afgerandi breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum CrossFit Reykjavík ásamt því að vera goðsögn í CrossFit heiminum. CrossFit Reykjavík heimtar nú breytingar á forystunni. Hér má sjá Anníe Mist með aðdáanda en myndin er af Instagram siðu CrossFit Reykjavík. Mynd/Instagram Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta. CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta.
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira