Íslenski boltinn

FIFA leyfði KSÍ að loka glugganum

Sindri Sverrisson skrifar
Daníel Hafsteinsson er einn þeirra sem haft hafa félagaskipti í vetur. Hann fór til FH að láni frá Helsingborg, eftir að hafa áður leikið með KA.
Daníel Hafsteinsson er einn þeirra sem haft hafa félagaskipti í vetur. Hann fór til FH að láni frá Helsingborg, eftir að hafa áður leikið með KA. VÍSIR/BÁRA

Félagaskiptaglugganum í íslenskum fótbolta hefur verið lokað en hann verður opnaður að nýju þegar það skýrist betur hvenær mótahald getur hafist í sumar.

Stjórn KSÍ ákvað að óska eftir því við FIFA að lokað yrði tímabundið fyrir félagaskipti til að hægt yrði að gera félagaskipti nær byrjun Íslandsmótsins. FIFA samþykkti þá beiðni í dag. Ljóst er að mótið mun ekki hefjast fyrr en í júní vegna kórónuveirufaraldursins.

Félagaskiptaglugginn opnaði 22. febrúar og átti að vera opinn til 15. maí. Þær fjórar vikur sem eftir eru til 15. maí verða því „geymdar“ og ljóst að knattspyrnufélög landsins munu því hafa fjórar vikur til að fá til sín leikmenn eða losa sig við þá, þegar glugginn opnast að nýju. Ákvörðun um hvenær það nákvæmlega verður mun verða tilkynnt síðar.


Tengdar fréttir

Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×