Íslenski boltinn

Þróttur marði 4. deildarlið og KFG skoraði sjö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Guðmundsson tók við Þrótti í haust.
Gunnar Guðmundsson tók við Þrótti í haust. mynd/þróttur

Þróttur lenti í töluverðum vandræðum með 4. deildarlið Álafoss í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Lengjudeildarliðið vann einungis 1-0 sigur.

Tveimur heilum deildum munar á liðunum en fyrsta og eina mark leiksins skoraði Magnús Pétur Bjarnason á 51. mínútu. Þróttarar því komnir í 2. umferðina með herkjum.

KFG er einnig komið áfram í 2. umferðina eftir 7-1 umferð á KB en Garðabæjarliðið, KFG, leikur í 2. deildinni en KB í 4. deildinni.

KB komst yfir á 11. mínútu en fjórum mínútum síðar jöfnuðu Garðbæingar. Staðan var 1-1 í hálfleik en KFG skoraði sex mörk á síðasta hálftímanum.

Úrslit eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×