Íslenski boltinn

Framherjar FH settu fimm í síðasta æfingaleiknum - Leiknir R. skellti Stjörnunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Steven Lennon mætir sjóðheitur til leiks í Pepsi-Max deildina.
Steven Lennon mætir sjóðheitur til leiks í Pepsi-Max deildina. vísir/bára

Íslensk knattspyrnulið undirbúa sig nú á fullu fyrir Íslandsmótið sem hefst með formlegum hætti um helgina þar sem Mjólkurbikarinn og Meistarakeppni KSÍ er á dagskrá um helgina. Efstu deildir karla og kvenna hefjast um næstu helgi.

Tveimur æfingaleikjum lauk nú rétt í þessu. Á Kaplakrikavelli mættust úrvalsdeildarlið þar sem FH var með nýliða Fjölnis í heimsókn. 

Leiknum lauk með 5-3 sigri FH en Fjölnir komst í 2-0 áður en Steven Lennon svaraði með þrennu. Grétar Snær Gunnarsson, fyrrum leikmaður FH, jafnaði metin fyrir Fjölni í 3-3 en Morten Beck tryggði FH sigurinn með tveimur mörkum.

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH að undanförnu en hann lék ekki með liðinu í dag.

Á Samsung vellinum í Garðabæ gerði Lengjudeildarlið Leiknis Reykjavíkur sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna að velli, 2-3. Leiknismenn komust í 0-3 með mörkum Vuk Óskars Dimitrjevic, Mána Austmann og Sævars Atla Magnússonar en Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Garðbæinga. 

Leiknismenn misnotuðu vítaspyrnu í leiknum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×