Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 17:43 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir 15 þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. Verðið sé alltof hátt og hafi þegar valdið því að ferðamenn afbóki í hrönnum fyrirhugaðar ferðir til Íslands. Tilkynnt var í dag að farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15 þúsund króna gjald vegna sýnatökunnar. Sýnataka á landamærunum hefst 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur 15 þúsund króna gjald fyrir skimun vera of hátt. „Mér finnst þetta verð sem sett er upp algjörlega galið. Þetta er alltof hátt. Það er algjörlega ljóst að þetta mun hafa, og hefur þegar haft, frá því að þetta var tilkynnt verulega neikvæð áhrif. Þetta er bara að valda tjóni strax,“ sagði Jóhannes Þór í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það eru strax komnar afbókanir vegna þess að verð sé of hátt, þetta bæti of miklu við hlutfallslega gagnvart til dæmis flugmiðum. Þetta er í raun ígildi skattlagningar á ferðamenn og í allri þeirri umræðu sem við höfum rætt síðustu ár um skattlagningu á ferðaþjónustu þá hefur engum dottið það í hug að setja 15 þúsund króna gjald inn í landið vegna þess að allir hafa gert sér grein fyrir því hversu neikvæð áhrif það myndi hafa.“ Fælingarmáttur gjaldtökunnar sé þegar að koma í ljós. „Sem dæmi þá ræddi ég við ferðaþjónustufyrirtæki fyrir nokkrum mínútum sem sagði mér frá því að eftir að þetta var tilkynnt núna áðan þá hringdi erlend ferðaskrifstofa í þetta íslenska fyrirtæki og afbókaði fimm stóra hópa í sumar beinlínis vegna þess að þetta kostar svona mikið,“ sagði Jóhannes Þór. „Ég get með engu móti skilið hvernig þessi rök sem eru sett fyrir þessari ákvörðun eiga að halda. Það skilur enginn sem hefur eitthvað vit á ferðaþjónustufyrirtæki.“ Væri hægt að vinna með fjögurþúsundkall Þá sagði Jóhannes Þór að ferðaþjónustan hafi ætíð sett sig upp á móti hugmyndum um svo hátt skimunargjald. Sú afstaða hafi komið fram í fjölmiðlum og samtölum við stjórnvöld. „Þarna er fjöldi fólks sem mun ekki hafa áhuga á því að nýta sér þegar bókaða ferð til Íslands af því að þetta er aukakostnaður ofan á það sem gert var ráð fyrir, eða þá mun ekki bóka nýja ferð því þetta er þá nærri því að tvöfalda flugmiðaverðið.“ Inntur eftir því hvernig hann teldi að best væri að skipta kostnaðinum sagði Jóhannes Þór að ýmsir þættir hefðu þar áhrif. „Þetta fer svolítið eftir því hvað menn horfa til að sé beinn kostnaður vegna þessarar skimunar. Miðað við þær skýrslur sem hafa komið fram þá sýnist mér að það sé nú aðeins misvísandi, hvað mönnum finnst vera akkúrat beinn kostnaður vegna þessa eða eitthvað sem hefði hvort eð er þurft að uppfæra hér í tækjabúnaði eða öðrum kosti,“ sagði Jóhannes Þór. „En hér hafa verið nefndar af öðrum sem betur þekkja til tölur upp á til dæmis þrjú til fjögur þúsund krónur. Það er tala sem væri hægt að vinna með í þessu samhengi.“ „Erfiðast, flóknast og dýrast“ að ferðast til Íslands Með 15 þúsund króna gjaldi við landamærin sé Ísland að skapa sér miður góða sérstöðu á heimsvísu. Jákvæð umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland sem öruggan áfangastað hefði lítið að segja gagnvart þessum nýju vendingum. „Ég held ég get fullyrt að það er ekkert ríki í Evrópu sem ætlar að rukka alla ferðamenn sem koma ti landsins um hundrað evrur á landamærunum. Það er ekki til í dæminu. Við erum að horfa á það miklu frekar í Evrópu að það er verið að opna landamærin án skimunar og aukakostnaðar,“ sagði Jóhannes Þór. „Það stefnir í það að við verðum það land í Evrópu sem verður erfiðast, flóknast og dýrast að ferðast til.“ Viðtalið við Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5. júní 2020 12:58 Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. 3. júní 2020 11:34 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir 15 þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. Verðið sé alltof hátt og hafi þegar valdið því að ferðamenn afbóki í hrönnum fyrirhugaðar ferðir til Íslands. Tilkynnt var í dag að farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15 þúsund króna gjald vegna sýnatökunnar. Sýnataka á landamærunum hefst 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur 15 þúsund króna gjald fyrir skimun vera of hátt. „Mér finnst þetta verð sem sett er upp algjörlega galið. Þetta er alltof hátt. Það er algjörlega ljóst að þetta mun hafa, og hefur þegar haft, frá því að þetta var tilkynnt verulega neikvæð áhrif. Þetta er bara að valda tjóni strax,“ sagði Jóhannes Þór í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það eru strax komnar afbókanir vegna þess að verð sé of hátt, þetta bæti of miklu við hlutfallslega gagnvart til dæmis flugmiðum. Þetta er í raun ígildi skattlagningar á ferðamenn og í allri þeirri umræðu sem við höfum rætt síðustu ár um skattlagningu á ferðaþjónustu þá hefur engum dottið það í hug að setja 15 þúsund króna gjald inn í landið vegna þess að allir hafa gert sér grein fyrir því hversu neikvæð áhrif það myndi hafa.“ Fælingarmáttur gjaldtökunnar sé þegar að koma í ljós. „Sem dæmi þá ræddi ég við ferðaþjónustufyrirtæki fyrir nokkrum mínútum sem sagði mér frá því að eftir að þetta var tilkynnt núna áðan þá hringdi erlend ferðaskrifstofa í þetta íslenska fyrirtæki og afbókaði fimm stóra hópa í sumar beinlínis vegna þess að þetta kostar svona mikið,“ sagði Jóhannes Þór. „Ég get með engu móti skilið hvernig þessi rök sem eru sett fyrir þessari ákvörðun eiga að halda. Það skilur enginn sem hefur eitthvað vit á ferðaþjónustufyrirtæki.“ Væri hægt að vinna með fjögurþúsundkall Þá sagði Jóhannes Þór að ferðaþjónustan hafi ætíð sett sig upp á móti hugmyndum um svo hátt skimunargjald. Sú afstaða hafi komið fram í fjölmiðlum og samtölum við stjórnvöld. „Þarna er fjöldi fólks sem mun ekki hafa áhuga á því að nýta sér þegar bókaða ferð til Íslands af því að þetta er aukakostnaður ofan á það sem gert var ráð fyrir, eða þá mun ekki bóka nýja ferð því þetta er þá nærri því að tvöfalda flugmiðaverðið.“ Inntur eftir því hvernig hann teldi að best væri að skipta kostnaðinum sagði Jóhannes Þór að ýmsir þættir hefðu þar áhrif. „Þetta fer svolítið eftir því hvað menn horfa til að sé beinn kostnaður vegna þessarar skimunar. Miðað við þær skýrslur sem hafa komið fram þá sýnist mér að það sé nú aðeins misvísandi, hvað mönnum finnst vera akkúrat beinn kostnaður vegna þessa eða eitthvað sem hefði hvort eð er þurft að uppfæra hér í tækjabúnaði eða öðrum kosti,“ sagði Jóhannes Þór. „En hér hafa verið nefndar af öðrum sem betur þekkja til tölur upp á til dæmis þrjú til fjögur þúsund krónur. Það er tala sem væri hægt að vinna með í þessu samhengi.“ „Erfiðast, flóknast og dýrast“ að ferðast til Íslands Með 15 þúsund króna gjaldi við landamærin sé Ísland að skapa sér miður góða sérstöðu á heimsvísu. Jákvæð umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland sem öruggan áfangastað hefði lítið að segja gagnvart þessum nýju vendingum. „Ég held ég get fullyrt að það er ekkert ríki í Evrópu sem ætlar að rukka alla ferðamenn sem koma ti landsins um hundrað evrur á landamærunum. Það er ekki til í dæminu. Við erum að horfa á það miklu frekar í Evrópu að það er verið að opna landamærin án skimunar og aukakostnaðar,“ sagði Jóhannes Þór. „Það stefnir í það að við verðum það land í Evrópu sem verður erfiðast, flóknast og dýrast að ferðast til.“ Viðtalið við Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5. júní 2020 12:58 Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. 3. júní 2020 11:34 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5. júní 2020 12:58
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05
Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. 3. júní 2020 11:34