Góðir hlutir gerast hægt Eymundur L. Eymundsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun