Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 11:33 Carole Baskin. Netflix Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. Lewis hvarf sporlaust árið 1997 og hefur aldrei fundist. Þetta kemur fram á vef Variety. Don Lewis hvarf sporlaust árið 1997. Ekkert er vitað um ferðir hans síðan þá, en hann var úrskurðaður látinn árið 2002, án þess að hafa fundist. Allar eigur hans fóru þá til Baskin, en þær voru metnar á um 10 milljónir dollara. Dætur Lewis og aðrir fjölskyldumeðlimir fengu ekkert í sinn hlut, samkvæmt erfðaskránni. Joseph Fritz, lögmaður og vinur Lewis, sagði í síðasta mánuði að hann teldi undirskriftina á erfðaskránni vera falsaða. Chronister lögreglustjóri segir sérfræðinga hafa verið fengna til að kanna hvort erfðaskráin kynni að vera fölsuð. Þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún væri það. „Það voru kallaðir inn sérfræðingar til að skera úr um hvort hún væri fölsuð. Ég var búinn að segja þeim það fyrir tveimur mánuðum. Tveir sérfræðingar úrskurðuðu hana [erfðaskrána] hundrað prósent falsaða.“ Reynist það endanleg niðurstaða að erfðaskráin sé fölsuð er líklega lítið sem aðrir mögulegir erfingjar Lewis gætu gert til að leita réttar síns í málinu. Búið er að framfylgja efni erfðaskrárinnar og fyrningarfrestur er liðinn. „Það er ástæðan. Það eru engin úrræði. Dómari taldi erfðaskrána lögmæta [á sínum tíma].“ Fjallað er um Carole Baskin í heimildaþáttunum Tiger King. Þættirnir hverfast að mestu um líf og störf hins litríka Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrisdýrakonungurinn (e. Tiger King). Hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til þess að ráða Baskin af dögum. Hann hefur lengi haldið því fram að Baskin hafi komið fyrrum eiginmanni sínum fyrir kattarnef. Bandaríkin Tengdar fréttir Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21 Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. Lewis hvarf sporlaust árið 1997 og hefur aldrei fundist. Þetta kemur fram á vef Variety. Don Lewis hvarf sporlaust árið 1997. Ekkert er vitað um ferðir hans síðan þá, en hann var úrskurðaður látinn árið 2002, án þess að hafa fundist. Allar eigur hans fóru þá til Baskin, en þær voru metnar á um 10 milljónir dollara. Dætur Lewis og aðrir fjölskyldumeðlimir fengu ekkert í sinn hlut, samkvæmt erfðaskránni. Joseph Fritz, lögmaður og vinur Lewis, sagði í síðasta mánuði að hann teldi undirskriftina á erfðaskránni vera falsaða. Chronister lögreglustjóri segir sérfræðinga hafa verið fengna til að kanna hvort erfðaskráin kynni að vera fölsuð. Þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún væri það. „Það voru kallaðir inn sérfræðingar til að skera úr um hvort hún væri fölsuð. Ég var búinn að segja þeim það fyrir tveimur mánuðum. Tveir sérfræðingar úrskurðuðu hana [erfðaskrána] hundrað prósent falsaða.“ Reynist það endanleg niðurstaða að erfðaskráin sé fölsuð er líklega lítið sem aðrir mögulegir erfingjar Lewis gætu gert til að leita réttar síns í málinu. Búið er að framfylgja efni erfðaskrárinnar og fyrningarfrestur er liðinn. „Það er ástæðan. Það eru engin úrræði. Dómari taldi erfðaskrána lögmæta [á sínum tíma].“ Fjallað er um Carole Baskin í heimildaþáttunum Tiger King. Þættirnir hverfast að mestu um líf og störf hins litríka Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrisdýrakonungurinn (e. Tiger King). Hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til þess að ráða Baskin af dögum. Hann hefur lengi haldið því fram að Baskin hafi komið fyrrum eiginmanni sínum fyrir kattarnef.
Bandaríkin Tengdar fréttir Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21 Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21
Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent