Innlent

Kröfur Landspítala nema rúmum 282 milljónum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Í gegn um tíðina hefur gengið greiðlega að fá kröfurnar greiddar.
Í gegn um tíðina hefur gengið greiðlega að fá kröfurnar greiddar. Vísir/Vilhelm

Kröfur Landspítalans á hendur ósjúkratryggðum erlendum einstaklingum nema í heild 282,4 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Blaðið sendi Landspítala fyrirspurn um málið. Í svari spítalans kemur fram að ekki sé haldið sérstaklega haldið utan um skuldir erlendra ferðamanna. Fjárhæðin nái til allra erlendra aðila sem fengið hafa heilbrigðisþjónustu hjá stofnuninni og hafa ekki sjúkratryggingu hér á landi.

Greint er frá því að fjárhæðin sé litlu hærri en hún var í janúar á þessu ári, þá var hún 279,5 milljónir króna. Árlegar afskriftir af kröfum spítalans á hendur útlendingum nema iðulega á bilinu 25 til 30 milljónum.

Þá segir í svari Landspítalans að óalgengt sé að ferðamenn sem ekki eru tryggðir hér á landi eða aðrir erlendir einstaklingar sæki þjónustu spítalans. Eins kemur fram að hingað til hafi ekki verið erfitt að innheimta skuldir erlendra einstaklinga, óháð ríkisfangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×