Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2020 21:00 Davíð Lúther Sigurðarsson segir að því miður sé markaðurinn hér á landi of lítill til þess að TikTok opni fyrir auglýsingahluta miðilsins. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. Mynd/Viktor Richardsson Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, ræddi TikTok í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið hér á Vísi. Davíð notar TikTok bæði í starfi sínu vegna auglýsinga og herferða og einnig í sínu einkalífi sem almennur notandi. „Þetta er alveg stórmagnað hvað þeir hafa stækkað hratt.“ Davíð segir unga fólkið „mjög mikilvæga“ neytendur, en meirihluta notenda TikTok er einmitt yngra fólk. Þessi miðill hlýtur því að teljast heillandi kostur fyrir auglýsendur. Vel byggður fyrir notendur „Þegar ég skoðaði TikTok fyrst þá hugsaði ég vó, ég get verið húkkt á þessu. Af hverju? Jú stutt myndbönd. Svipað og Vine hérna í gamla daga, þeir fóru á hausinn því þeir föttuðu ekki að vera með auglýsingaplatformið tilbúið, þannig að sá rekstur fór í rugl,“ útskýrir Davíð um vinsældirnar. „Þetta er rosalega notendavænn miðill, Instagram er það líka en hann er orðinn svolítið þreyttur. Hann var frábær fyrir tveimur til þremur árum síðan.“ Hann segir að vissulega sé Instagram búið að gera breytingar og að gera frábæra hluti líka. „En TikTok er ótrúlega vel byggður samfélagsmiðill fyrir notandann.“ Sérstaklega nefnir Davíð tólin og filterarana á miðlinum sem eru að gera góða hluti. Að hans mati er TikTok búið að bæta við mikið af fjölbreyttu efni til viðbótar við Musically dans og tónlistarmyndböndin sem er þó enn að finna þar. Nefnir hann sem dæmi áskoranir tengda hreyfingu. „Bara efni sem gerir lífið skemmtilegra.“ Fáir með upplýsingar um algóriþmann Davíð segir að líkt og með Spotify og Snapchat þurfi Íslendingar að auglýsa þar eftir krókaleiðum í gegnum Facebook, þar sem ekki sé búið að opna fyrir auglýsingahluta miðilsins, þar sem við erum einfaldlega of fá. TikTok hefur því ekki séð tilgang í að opna fyrir auglýsingar á svo litlum markaði. „Ég veit að það verður algjör sprengja þegar þetta add platform mun opnast betur, ef það verður einhvern tímann.“ Davíð segir að áhrifavöldum hér á landi gangi vel að bæta TikTok við sína miðla og að einnig séu að skapast nýir áhrifavaldar þar, eins og til dæmis Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly. Arnar Gauti var einnig gestur í þættinum. „Sá strákur er að springa út og hann er með brjálaðan metnað. Hann skilur þetta rosalega vel og veit alveg hvernig algóriþminn er að virka þarna, eða honum grunar það allavega,“ segir Davíð og bendir á að aðeins örfáir útvaldir innan TikTok viti svarið við því. Nefnir Davíð einnig Tönju Ýr, sem er komin með meira en 527 þúsund fylgjendur og 4,2 milljón „like“ á TikTok þegar þetta er skrifað. Vinsældir miðilsins virðast ekkert vera að fara að minnka á næstunni og er líklegt að enn fleiri Íslendingar muni flykkjast þarna inn á næstunni. „Það er einhver sálfræði þarna á bakvið þetta, það er einhver klikkun sem gerðist.“ Hugtakið áhrifavaldur ónýtt Davíð telur að í kringum 70.000 noti TikTok hér á landi og að hápunktinum sé ekki enn náð. Hann telur að TikTok muni stækka enn meira og sé kostur fyrir bæði auglýsendur og þá sem vilja vera áhrifavaldar. „Áhrifavaldur er ekki alltaf sá sem er fyndni gæinn eða kvenmenn á undirfötum eða eitthvað svoleiðis. Þetta getur verið menntaður læknir sem er að fræða fólk um hitt og þetta, þetta getur verið sálfræðingar eða myndlistarfólk, þetta getur verið hvað sem er. Áhrifavaldaorðið er ótrúlega vont í dag, það er búið að stúta því einhvern veginn. Það eru allir áhrifavaldar og það hafa allir einhverja sögu að segja. Ég vildi bara skjóta því að, áhrifavaldar geta verið töff týpur líka, í öllum þemum.“ Hann telur að það muni koma meiri krafa um að fólk sem teljist áhrifavaldar, hafi eitthvað að segja. Sem dæmi um slíkan áhrifavald nefnir hann Nökkva Fjalar. „Ég held að fólk sé að fara að biðja meira um svona, að fara að fylgja fólki sem hefur virkilega eitthvað að segja, en ekki bara sýna brækur, þó að það sé gott inn á milli,“ segir Davíð og hlær. Að hans mati eru áhrifavaldar hér á landi ekki mjög góðir í markaðsmálum, til dæmis í samanburði við áhrifavalda í Svíþjóð. „Þeir gera rosalega margt vel, þeir eru með umboðsskrifstofur, þeir eru með auglýsingastofur á bak við sig, þeir fara eftir lögum og reglum. Íslenskir áhrifavaldar mættu vanda sig meira.“ Hægt er að hlusta viðtalið og á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið við Davíð hefst á mínútu 3:38 í þættinum: Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. 22. maí 2020 09:03 Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi? 5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. 19. mars 2020 13:57 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, ræddi TikTok í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið hér á Vísi. Davíð notar TikTok bæði í starfi sínu vegna auglýsinga og herferða og einnig í sínu einkalífi sem almennur notandi. „Þetta er alveg stórmagnað hvað þeir hafa stækkað hratt.“ Davíð segir unga fólkið „mjög mikilvæga“ neytendur, en meirihluta notenda TikTok er einmitt yngra fólk. Þessi miðill hlýtur því að teljast heillandi kostur fyrir auglýsendur. Vel byggður fyrir notendur „Þegar ég skoðaði TikTok fyrst þá hugsaði ég vó, ég get verið húkkt á þessu. Af hverju? Jú stutt myndbönd. Svipað og Vine hérna í gamla daga, þeir fóru á hausinn því þeir föttuðu ekki að vera með auglýsingaplatformið tilbúið, þannig að sá rekstur fór í rugl,“ útskýrir Davíð um vinsældirnar. „Þetta er rosalega notendavænn miðill, Instagram er það líka en hann er orðinn svolítið þreyttur. Hann var frábær fyrir tveimur til þremur árum síðan.“ Hann segir að vissulega sé Instagram búið að gera breytingar og að gera frábæra hluti líka. „En TikTok er ótrúlega vel byggður samfélagsmiðill fyrir notandann.“ Sérstaklega nefnir Davíð tólin og filterarana á miðlinum sem eru að gera góða hluti. Að hans mati er TikTok búið að bæta við mikið af fjölbreyttu efni til viðbótar við Musically dans og tónlistarmyndböndin sem er þó enn að finna þar. Nefnir hann sem dæmi áskoranir tengda hreyfingu. „Bara efni sem gerir lífið skemmtilegra.“ Fáir með upplýsingar um algóriþmann Davíð segir að líkt og með Spotify og Snapchat þurfi Íslendingar að auglýsa þar eftir krókaleiðum í gegnum Facebook, þar sem ekki sé búið að opna fyrir auglýsingahluta miðilsins, þar sem við erum einfaldlega of fá. TikTok hefur því ekki séð tilgang í að opna fyrir auglýsingar á svo litlum markaði. „Ég veit að það verður algjör sprengja þegar þetta add platform mun opnast betur, ef það verður einhvern tímann.“ Davíð segir að áhrifavöldum hér á landi gangi vel að bæta TikTok við sína miðla og að einnig séu að skapast nýir áhrifavaldar þar, eins og til dæmis Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly. Arnar Gauti var einnig gestur í þættinum. „Sá strákur er að springa út og hann er með brjálaðan metnað. Hann skilur þetta rosalega vel og veit alveg hvernig algóriþminn er að virka þarna, eða honum grunar það allavega,“ segir Davíð og bendir á að aðeins örfáir útvaldir innan TikTok viti svarið við því. Nefnir Davíð einnig Tönju Ýr, sem er komin með meira en 527 þúsund fylgjendur og 4,2 milljón „like“ á TikTok þegar þetta er skrifað. Vinsældir miðilsins virðast ekkert vera að fara að minnka á næstunni og er líklegt að enn fleiri Íslendingar muni flykkjast þarna inn á næstunni. „Það er einhver sálfræði þarna á bakvið þetta, það er einhver klikkun sem gerðist.“ Hugtakið áhrifavaldur ónýtt Davíð telur að í kringum 70.000 noti TikTok hér á landi og að hápunktinum sé ekki enn náð. Hann telur að TikTok muni stækka enn meira og sé kostur fyrir bæði auglýsendur og þá sem vilja vera áhrifavaldar. „Áhrifavaldur er ekki alltaf sá sem er fyndni gæinn eða kvenmenn á undirfötum eða eitthvað svoleiðis. Þetta getur verið menntaður læknir sem er að fræða fólk um hitt og þetta, þetta getur verið sálfræðingar eða myndlistarfólk, þetta getur verið hvað sem er. Áhrifavaldaorðið er ótrúlega vont í dag, það er búið að stúta því einhvern veginn. Það eru allir áhrifavaldar og það hafa allir einhverja sögu að segja. Ég vildi bara skjóta því að, áhrifavaldar geta verið töff týpur líka, í öllum þemum.“ Hann telur að það muni koma meiri krafa um að fólk sem teljist áhrifavaldar, hafi eitthvað að segja. Sem dæmi um slíkan áhrifavald nefnir hann Nökkva Fjalar. „Ég held að fólk sé að fara að biðja meira um svona, að fara að fylgja fólki sem hefur virkilega eitthvað að segja, en ekki bara sýna brækur, þó að það sé gott inn á milli,“ segir Davíð og hlær. Að hans mati eru áhrifavaldar hér á landi ekki mjög góðir í markaðsmálum, til dæmis í samanburði við áhrifavalda í Svíþjóð. „Þeir gera rosalega margt vel, þeir eru með umboðsskrifstofur, þeir eru með auglýsingastofur á bak við sig, þeir fara eftir lögum og reglum. Íslenskir áhrifavaldar mættu vanda sig meira.“ Hægt er að hlusta viðtalið og á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið við Davíð hefst á mínútu 3:38 í þættinum:
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. 22. maí 2020 09:03 Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi? 5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. 19. mars 2020 13:57 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30
Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. 22. maí 2020 09:03
Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi? 5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. 19. mars 2020 13:57