Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2020 13:35 Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní, en hermennirnir munu fara í fjórtán daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í fjórtán daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins. Von er á 135 ítölskum hermönnum til landsins. Komu Ítalanna seinkaði Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að síðustu loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hafi lokið hér á landi í byrjun apríl með brottför norska flughersins. Var gert ráð fyrir að ítalski flugherinn kæmi í kjölfarið en vegna aðstæðna var komu hans seinkað. „Nú er verkefnið aftur komið á dagskrá og er ráðgert að loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefjist að nýju um miðjan júní með komu flugsveitar ítalska flughersins. Áætlað er að 135 liðsmenn flughersins taki þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur og eru þoturnar væntanlegar í annarri viku júnímánaðar. Undirbúningshópur ítölsku flugsveitarinnar er kominn til landsins. Fyrir komu Ítala fóru þeir í læknisskoðun og skimum, síðan í 14 daga sóttkví á herstöð. Að lokinni 14 daga sóttkví fara þeir aftur læknisskoðun og skimun. Ítölsk yfirvöld gefa út vottorð fyrir alla liðsmenn áður en þeim er heimilt að fara með herflugi til Íslands. Við komuna til Íslands fara þeir aftur í 14 daga sóttkví innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd sóttvarnaráðstafana er unnin í samráði við Embætti landlæknis.“ Aðgflugsæfingar á Akureyri og Egilsstöðum Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum bæði á Akureyri og Egilsstöðum dagana 10. til 19. júní. „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir miðjan júlí. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmdina í samvinnu við Isavia,“ segir í tilkynningunni. Varnarmál Fljótsdalshérað Akureyri Ítalía Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní, en hermennirnir munu fara í fjórtán daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í fjórtán daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins. Von er á 135 ítölskum hermönnum til landsins. Komu Ítalanna seinkaði Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að síðustu loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hafi lokið hér á landi í byrjun apríl með brottför norska flughersins. Var gert ráð fyrir að ítalski flugherinn kæmi í kjölfarið en vegna aðstæðna var komu hans seinkað. „Nú er verkefnið aftur komið á dagskrá og er ráðgert að loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefjist að nýju um miðjan júní með komu flugsveitar ítalska flughersins. Áætlað er að 135 liðsmenn flughersins taki þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur og eru þoturnar væntanlegar í annarri viku júnímánaðar. Undirbúningshópur ítölsku flugsveitarinnar er kominn til landsins. Fyrir komu Ítala fóru þeir í læknisskoðun og skimum, síðan í 14 daga sóttkví á herstöð. Að lokinni 14 daga sóttkví fara þeir aftur læknisskoðun og skimun. Ítölsk yfirvöld gefa út vottorð fyrir alla liðsmenn áður en þeim er heimilt að fara með herflugi til Íslands. Við komuna til Íslands fara þeir aftur í 14 daga sóttkví innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd sóttvarnaráðstafana er unnin í samráði við Embætti landlæknis.“ Aðgflugsæfingar á Akureyri og Egilsstöðum Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum bæði á Akureyri og Egilsstöðum dagana 10. til 19. júní. „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir miðjan júlí. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmdina í samvinnu við Isavia,“ segir í tilkynningunni.
Varnarmál Fljótsdalshérað Akureyri Ítalía Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira