Rifjar upp björgunaraðgerðirnar á Haítí: „Maður grét þegar maður kom út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 14:31 Gísli Rafn var meðal þeirra sem fóru til Haítí sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. EPA/ORLANDO BARRIA „Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“ Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“
Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30