Handbolti

Gullmoli dagsins: Hópslagsmál í Höllinni

Sindri Sverrisson skrifar

Það sauð upp úr á meðal áhorfenda á bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar í handbolta í Laugardalshöll árið 2007. Atvikið var rifjað upp í Sportinu í dag, í gullmola dagsins.

Stjarnan vann öruggan sigur í leiknum og varð bikarmeistari en slagsmál áhorfenda og gæslumanna settu ljótan blett á leikinn. Slík slagsmál voru og eru ekki algeng á íþróttaviðburðum á Íslandi en eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan voru hnefar látnir tala, bæði af áhorfendum og gæslumanni á leiknum.

„Þessi ömurlegi atburður er nú ekki daglegur viðburður hjá okkur og við komum til með að skoða hvernig við getum brugðist við. Ég held að þetta sé fyrst og fremst mál félaganna, að passa upp á sitt fólk,“ sagði Einar Þorvarðarson sem þá var framkvæmdastjóri HSÍ.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×